Freyr - 01.08.1975, Page 25
Fergin í skurði við Hvamm í Hrafna-
gilshreppi.
B-flokkur.
Votlendis-
skrár.
í B-flokki votlendisskrárinnar eru svæði, sem einnig hafa mikla þýð-
ingu, en talið er þó, að eigi sér hliðstæður hérlendis. Gildi þeirra er
því einkum á mælikvarða landshluta eða héraða. Við nánari könnun
mun þó ef til vill koma í Ijós, að gildi þeirra er meira en nú er áætlað,
svo sum þeirra ættu réttar heima í A-flokki.
í þessum flokki eru einnig 28 svæði, flest á Suðvesturlandi og Mið-
norðurlandi. Svæðin eru þessi (sþr. meðf. kort).
1. Leirárvogur (Grunnafjörður) í Borgarfjarðarsýslu. (Grunnsævi og
fjörur).
2. Fiskilækjarvatn o. fl. vötn og mýrar í Melasveit í Borgarfirði.
3. Reykjadalsá í Reykholtsdal, Borg.
4. Mýrlendi við Lýsuhól í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
5. Borgarland, þ. e. nesið milli Berufjarðar og Króksfjarðar í Austur-
Barðastrandarsýslu.
6. Eylendið í Austur-Húnavatnssýslu. (Flæðiengi).
7. Austara-Eylendið í Skagafirði. (Flæðilönd, vötn, lón, bakkar, hólmar).
8. Hófsvatn—Flókadalsvatn í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. (Stöðuvötn
og mýrar).
9. Hrísey í Eyjafirði. (Mýrar, fjörur o. fl.).
10. Óshólmar Hörgár í Eyjafirði. (Bakkar, hólmar, leirur, lón).
11. Lónin í Höfðahverfi við Eyjafjörð. (Flæður, hólmar, tjarnir).
12. Flæðiengjar í utanverðum Hvalvatnsfirði, S-Þing.
13. Norðausturhorn Melrakkasléttu. (Lón, vötn, mýrar, fjörur).
14. Skarðsfjörður í A-Skaft. (Leirur, lón, mýrar, fitjar).
15. Hólmar og flæður við ós Grenslækjar í Landbroti, V-Skaft.
16. Votlendisræma, syðst í Austur-Landeyjum, Rang.
17. Sauðholtsnes í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. (Mýrar og bakkar).
18. Höfðaflatir, vestan Vörðufells á Skeiðum, Árnessýslu. (Mýrlendi, dý).
19. Laugarvatn og nágrenni í Árnessýslu.
20. Neðra-Sog, þ. e. hluti Sogs og Álftavatn í Árnessýslu.
21. Straumsvík við Hafnarfjörð, sá hluti sem enn er óskemmdur.
F R E Y R
321