Freyr - 01.08.1975, Qupperneq 28
15 | mmmm 4* ' -
——il ~| -
1
11 || 1
:: ''"1 '""" '". :
I! ip 1 p
^ j
4 M
Mynd þessi er tekin af heyvagni sem keyptur var til reynslu a3 Gunnarsholti á s. 1. sumri. Vagninn þjappar
heyinu saman og skilur við það upp borið í fúlgu. Slíkir vagnar ryðja sér nokkuð til rúms erlendis, þar
sem ekki tíðkast að hafa hlöður yfir heyforðann. — Þar ryðja stóru baggarnir venjulegri vélbindingu
einnig frá og þykir mikils um vert að spara bindigarnið. Hkki skal neitt um það spáð hvort þessar að-
ferðir henta hér.
mýrar snertir, þá eru þær í flestum tilfellum óræktanlegar en hafa hins
vegar mikið gildi til vatnsmiðlunar í lækjum og ám. Framræslu þeirra
fylgir og mun meiri hætta á vatnsrofi og uppblæstri en í mýrum lág-
lendisins. Um flæðimýrar var áður rætt.
Að lokum er bent á nauðsyn þess, að gert verði visst úrval úr nýtan-
legum láglendismýrum, sem friðlýstar yrðu til að varðveita dæmi um
viðkomandi gróður, dýralíf o. s. frv. Er þetta mjög brýnt verkefni, því
að víða eru síðustu forvöð að bjarga slíkum leifum, og er líklega sums
staðar orðið of seint. Bent er á, að slík verndarsvæði hafi einnig þýð-
ingu fyrir rannsóknir og kennslu, og gildir það einkum í nágrenni skóla
og skólabæja.
Sú skoðun hefur verið ríkjandi meðal íslenskra bænda og búfrömuða,
að framræsla mýrlendis væri í öllum tilfellum til bóta og því sjálfsagt
að ræsa sem allra mest af mýrum landsins. Nú orðið viðurkenna víst
flestir, að þetta er fljótfærnisleg skoðun, og að í vissum tilfellum á fram-
ræsla mýra mjög takmarkaðan rétt á sér og getur jafnvel verið þýð-
ingarlaus eða skaðleg, ef á heildina er litið.
Hitt er svo jafn rétt, að nútíma búskapur á íslandi er óhugsandi án
þeirrar framræslu, sem þegar hefur verið gerð og verður gerð á næstu
árum. Spurningin er ekki, hvort við eigum að hætta framræslu mýra
eða halda henni áfram heldur hvernig skuli að henni staðið, hvað
skuli ræst og hvað ekki, og þá með hvaða aðferðum.
324
F R E Y R