Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1976, Qupperneq 5

Freyr - 01.07.1976, Qupperneq 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 72. árgangur nr. 13—14, júlí 1976 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG [SLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNASJÓNSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVlK Áskriftarverð kr. 1000 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Jarðalög Töðufall á Islandi frá aldamótum Meginstoð iðnaðar er hráefni landbúnaðarins Ofurlítið um vírussjúkdóma í gróðri „Oft er það gott, sem gamlir kveða“ Minning Bréf frá bændum Verjið kálfana gegn garnaveiki og meltingartruflunum Jarðalög Á síðasta þingi voru gerðar margar breytingar á land- búnaðarlöggjöfinni. Eftirtalin lög eða breytingar á lögum, er varða land- búnaðinn sérstaklega, voru samþykktar: Lög um afrétt- armálefni og fjallskil, lög um Framleiðsluráð landbún- aðarins o.fl., lög um flokkun og mat ullar, lög um flokkun og mat á gærum, (hvort tveggja ný lög), lög um Búnað- arbanka íslands, ábúðarlög og jarðalög. ★ Merkustu nýmælin I þessu eru jarðalögin. Sérstök á- stæða er til þess, að bændur kynni sér þau vel. Með þeim er gerð ákveðin tilraun til að láta löggjöfina varð- veita búnaðarlandið. Orð þessi eru rituð til að vekja athygli á lögunum en eru ekki viðhlýtandi kynning. Síðar verður þeim komið betur á framfæri. ★ í fyrstu grein laganna segir: „Tilgangur laga þessara er að tryggja, að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlis- svæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónar- miði og að eignarráð á landi og búseta á jörðum sé í samræmi við hagsmuni sveitarfélaga og þeirra, sem landbúnað stunda“. Lögin ná til hvers konar lands og hvers konar lands- nytja utan þéttbýlissvæða, sem hafa verið skipulögð fyrir fasta búsetu manna, sem ekki hafa landbúnað að aðalatvinnu. Framkvæmd laganna varðandi sölu á einstökum jörð- um eða jarðarhlutum eða aðra ráðstöfun jarða, hvílir á sveitarstórnum í viðkomandi sveitum. Þeim til aðstoðar eru jarðanefndir, sem starfa eiga I hverri sýslu. Jarða- nefndir eru skipaðar þremur mönnum og velur búnaðar- samband héraðsins tvo þeirra en sýslunefnd einn, eins er um varamenn. ★ Jarðanefndirnar eiga m.a. að fylgjast með öllum eigenda- skiptum og hvers konar ráðstöfunum fasteigna, fylgjast með því, að sveitarstjórnir gæti lagaákvæða um mann- virkjagerð I sveitum og um töku jarðefna og stuðla að góðri umgengni um land og mannvirki. Þær eiga að Framh. á bls. 280. F R E Y R 249

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.