Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1976, Side 11

Freyr - 01.07.1976, Side 11
VeSurfarið hefur ávallt ráðið miklu um sprettu og ræður enn. En það er álit höfundar, að stórauka megi sprettu með alfriðun túna og bættri nýtingu búfjáráburðar, en tilbúin áburð skuli aðallega nota til að mæta kaldara árferði. að ofan, og hlutfall þeirra við uppskeru tilraunanna. Þá er athyglisvert að bera formúluna saman við tilraun með búfjáráburð, sem var gerð á þremur stöðvum árin 1963— 1973. Áburðarskammtarnir 10 og 20 tonn á hektara (mykja eða grindatað) samsvara eftir forsendum formúlunnar 30 og 60 kg köfnunarefnis á hektara. Hitavísitalan á landinu var 0.9 að meðaltali þessi ár, og þess er gætt í útreikningi eftir formúlunni. Tilraun með búfjáráburS. Búfjáráburður, tonn/ha 0 10 20 Jafngildi í N, kg/ha 0 30 60 Hey, hkg/ha 25.4 39.2 50.5 Formúla, hkg/ha 16.4 23.6 29.9 Formúla, % af tilraun 64.5 60.2 59.2 Einn liður, sá áburðarlausi, er sambæri- legur í öllum tilraununum. Meðaltal hans er þetta í þeim öllum: Hey, hkg/ha 29.4 Formúla, hkg/ha 17.6 Formúla, % af tilraunum 59.9 Hér fæst furðu lík niðurstaða úr öllum tilraununum, bæði með tilbúinn áburð og búfjáráburð. Formúlan gefur alltaf um 40% minni sprettu en tilraunirnar. En varla er ástæða til að undrast, að meðaltúnið á landinu sé talsvert lakara en alfriðaðír, vel hirtir og ræktaðir reitir á tilraunastöðvum, sem auk þess eru flestar í góðsveitum. F R E Y R 255

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.