Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1976, Blaðsíða 14
moldina, full nýting á köfnunarefni hans, sem reiknast 1.5 kg úr hverjum heyhesti fóðurs (25% rýrnun viS umbreytingu fóS- urs í áburS). Sama meðferð túna og á tilraunastöðvum. Kalt árferði bætt upp með tilbúnum áburði, þó svo að köfnunar- efni verði ekki meira en 190 kg á hektara samtals úr tilbúnum áburði og búfjárá- burði. Loftslag Vik hita frá meðalári Töðufall hkg/ha Köfnunarefni kg/ha I 1.0 81 0 II 0.0 70 0 III —1.0 70 44 IV —2.0 61 96 V —3.0 42 127 Síðasta dæmið, sem tekið er hér, kann að virðast draumórakennt, og vissulega væri þörf á að gera tilraunir til þess að vita, hvort það getur staðist. En sé svo, gæti það ekki aðeins valdið stóraukinni upp- skeru og arðsemi í landbúnaði, heldur væri þannig hægt að draga stórlega úr þeim sveiflum, sem árferði veldur. Hér er mark fyrir íslenska bændur að stefna að, mark sem ég held að þeir snjöllustu ættu að geta náð, í meðalsveitum eða betri. Heimildir. Auk búnaðarskýrslna og skýrslna um til- raunastöðvar landbúnaðarins hef ég haft stuðning af ýmsum ritgerðum um ræktunarmál. Má þar til nefna Torfa Bjarnason í Ólafsdal, sem skrifaði í 10. árgang Andvara um áburð. Einar Ásmundsson í Nesi ritaði af skarpskyggni um landbúnað í Búnaðarritið 1888, og í sama hefti skrifaði Sæmundur Eyjólfsson og minntist á áburðarmál. Árið 1910 skrifaði Guðmund- ur Hannesson prófessor af miklum áhuga um á- burðarnýtingu í Norðurland. í Búnaðarriti 1911 var grein eftir Sigurð Sigurðsson, ráðunaut, um þessi mál, og árið 1912 ritaði Jónas lllugason í Bratta- hlíð að áeggjan Guðmundar Hannessonar um töðuafla og áburðarmagn á 33 jörðum í Bólstaðar- hlíðarhreppi. Sú grein kom í Búnaðarritinu, og 1916 skrifaði Vigfús Guðmundsson í Engey um sama efni í Búnaðarritið, einnig fyrir hvatningu frá Guðmundi Hannessyni. í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands árið 1915 er líka grein eftir Jakob H. Líndal um þetta rannsóknarefni, áburð og töðufall. Árið 1920 kom út rit, Um áburð, eftir Sigurð Sigurðsson búnaðarmála- stjóra, og Guðmundur Jónsson á Hvanneyri á langa og fróðlega grein um búfjáráburð í Búfræðingnum 1942. Árið 1975 kom í Frey ritgerð í tvennu lagi eftir dr. Hólmgeir Björnsson, aðallega um köfnunarefnis- áburð, en hann minnist líka á áhrif vetrarhita á sprettu.* Fyrir utan grein mína í Veðrinu 1966 og fleiri greinar síðan, hefur dr. Sturla Friðriksson skrifað um áhrif hita á heyfeng, sjá t.d. bók hans, Líf og land. Haukur Júlíusson búfræðikandídat birti árið 1973 prófritgerð frá Hvanneyri um áhrif veðurfars á upp- skeru. Árið 1974 gaf Tilraunastöðin Neðri-Ás (Gísli Sigurbjörnsson) út smárit eftir ameríska prófessor- inn R. A. Bryson um heyuppskeru á íslandi. Ritið ber vitni um merkilegan áhuga manns í íjarlægu landi, og hann setur fram athyglisverðar hugmyndir, en hins vegar háir það honum að hafa ekki komið til landsins og kynnst aðstæðum. En hann bendir á, að hér á landi sé að finna gott dæmi um náið sam- band milli veðurfars og lífsafkomu, en það mál er nú ofarlega á baugi hjá vísindamönnum um allan heim. Baldur Guðmundsson á Þúfnavöllum benti mér fyrstur á það rannsóknarefni, hversu mikið af fóðri sínu húsdýrin rækta. Eins og áður er komið fram hef ég líka lært mikið í þessum efnum af þeim glögga og reynda manni, Guðmundi Jósafatssyni. Til margra annarra hef ég leitað, og allir brugðust þeir vel við forvitninni, en einkum vil ég nefna ágætar ábendingar dr. Hólmgeirs Björnssonar. * Um niðurplægingu búfjáráburðar skrifaði Ólafur Jónsson í Frey 1955. 258 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.