Freyr - 01.10.1978, Page 6
framkvæmdir að miklu leyti afskrifaðar,
geta hæglega dregið úr framleiðslu sinni
og umsvifum. Þeir eiga að leita að leiðum
til að draga úr tilkostnaði við framleiðsluna,
leiðum til hagræðingar og geta eflaust
fundið þær. Þannig þarf hagur þeirra alls
ekki að versna.
☆
Ekki er nokkur vafi á því að fjölmörg bú eru
rekin með meiri aðkeyptum föngum, t.d.
fóðurbæti, og jafnvel áburði og olíunotkun
en vera þyrfti, ef meiri áhersla væri lögð á
að afla betra heimafengins fóðurs og á
betri meðferð þess. Það er beinlínis skylda
hvers „stórframleiðanda“ að líta í eigin
barm — athuga hvort hann getur ekki dreg-
ið úr framleiðslu sinni með skynsamlegum
ráðum. Það er nú einu sinni fyrst og fremst
framleiðsla stóru búanna, sem hefur yfirfyllt
markaðinn svo að erfiðleikum veldur —
þannig verða menn að líta á hlutina ef menn
vilja sýna félagsþroska og virða velferð
stéttarinnar í heild nokkurs.
☆
Ekki má þó líta á samdrátt framleiðslunnar
sem einu leiðina til úrbóta. Erfiðleikarnir
eru til að sigrast á þeim. Þegar að sverfur
leita menn fastar að leiðum til úrbóta og oft
finnast þær þá fyrst. Nú er full ástæða til
að gera allt, sem hægt er til að leita betri
markaða erlendis fyrir vörur okkar, og ekki
síst leiða til að bjóða þær til sölu á fjöl-
breyttari hátt en gert hefur verið hingað til.
Þá er heldur ekki vonlaust, að hægt sé
að brjótast að einhverju leyti í gegnum
múra verndartolla, sem eru á þessum vör-
um.
írum hefur tekist að fá felldan niður 50%
verndartoll, sem lagður er á dilkakjöt í
Frakklandi. Ef okkur tækist það, fengjum
við þar viðunandi verð. En verð á dilkakjöti
690
mun óvíða hærra en í Frakklandi, og þar
er kindakjöt í hávegum haft.
Þá er full ástæða til að gera mikið meira
fyrir innlenda markaðinn en hingað til. Það
þarf að kynna mikið meira vörur landbún-
aðarins og það á fjölbreyttan hátt. Það þarf
að kenna fólki hvernig á að fara með þær,
bæði í geymslu, verkun og matreiðslu. Með-
ferð og matreiðsla getur ráðið þarna ótrú-
lega miklu um það hvernig fólki líka vör-
urnar. Þannig þyrfti t.d. að kenna fólki að
verulegu leyti að fara með og matreiða
dilkakjötið á þann hátt, að fitan, sem á því
er og þarf að vera, angri það ekki.
☆
Á sama hátt mætti mikið bæta verslunar-
hættina, t.d. með því að bjóða vörurnar fram
á markaði, kjötmarkaði, sláturmarkaði,
grænmetismarkaði, á vissum tímum árs. Á
slíkum mörkuðum mætti einnig koma við
margháttaðri fræðslu og kynningu eins og
að framan er vikið að. Þeir yrðu líka kjörið
tækifæri til meiri auglýsinga, á viðkomandi
vörum.
Nú síðastliðið ár hefur að vísu verið
unnið merkt starf af markaðsnefnd. Hún
hefur gert marga athyglisverða hluti, en
betur má ef duga skal og til þessara mála
þyrfti að verja mikið meiri fjármunum en
hingað til hefur verið gert. Markaðsnefndin
hefur t.d. ekkert getað gert fyrir innanlands-
markaðinn, en þar er auðvitað til mjög
mikils að vinna.
Mjólk og mjólkurvörur eru þó þarna
nokkur undantekning, þar sem „Mjólkur-
dagsnefnd“ hefur unnið talsvert kynningar-
starf, en þar mætti einnig meira að vinna.
F R E Y R