Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1978, Page 7

Freyr - 01.10.1978, Page 7
Dr. ÓLAFUR R. DÝRMUNDSSON, landnýtingarráðunautur: Könnun á skiptingu saufifjár og hrossa milli heimalanda og afrétta í áliti Landnýtingar- og landgræðslunefndar, sem birtist árið 1974 í ritinu „Landgræðsluáætlun 1974—1978“, er þess getið, að nefndin hafi m.a. leitað upplýsinga um, hve stór hluti búfjár landsmanna gangi í heimalöndum annars vegar og á afréttum hins vegar. Þótt nefndinni hafi borist mjög gagnleg svör við þessari spurningu víða af landinu, skorti verulega á, að heildaryfirlit fengist. Skömmu eftir að ég hóf störf sem Iandnýtingarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands sl. sumar, lagði ég drög að slíkri könnun í öllum sveitarfélögum landsins. Könnuninni er nú lokið, og eru hér dregnar saman helstu niðurstöður hennar. Framkvæmd könnunar. í nóvember 1977 voru send út spurninga- blöð til forráðamanna allra sveitarfélaga í landinu. Svör voru að berast fram á sumar, í flestum tilvikum bréflega beint frá við- komandi sveitarfélögum, en héraðsráðu- nautar aðstoðuðu við útvegun upplýsinga úr fáeinum þeirra. Ég nota hér tækifærið til að þakka öllum, sem hlut áttu að máli, fyrir ágæta fyrirgreiðslu, en tekist hefur að safna ofangreindum upplýsingum af öllu landinu (kaupstaðir meðtaldir), svo sem að var stefnt við upphaf könnunarinnar. Fyrst og fremst er um að ræða upplýsingar um áætlaðan fjölda sauðjjár og hrossa í heima- löndum annars vegar og á afréttum hins vegar yfir sumarmánuðina. Það skal haft í huga, að hreindýrabeit er töluvert mikil víða á Austurlandi, bæði í heimalöndum og afréttum. í örfáum tilvikum ganga naut- gripir (geldneyti) í afréttum, en þær fáu geitur, sem í landinu eru, ganga flestar í heimalöndum. Ljóst er, að slíkar upplýs- ingar geta ekki talist nákvæmar nema í sumum tilvikum. Oftast er um áætlaðar tölur að ræða, eftir því sem næst verður komist með hjálp þeirrar staðgóðu þekk- ingar, sem fyrir hendi er innan hvers sveit- arfélags um þessi mál. Það skal tekið fram, að við skipulagningu beitarmála í einstök- um sveitum, hvort sem er við ítölugerð eða aðrar aðgerðir, þarf að afla ítarlegri upp- lýsinga í hverju tilviki en hér hefur verið unnt. Auk tölulegra gagna er í svörunum að 691 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.