Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1978, Síða 8

Freyr - 01.10.1978, Síða 8
Auðkúlurétt í Svínadal, A.-Hún. Ljósm. J.J. finna margvíslegan fróðleik um afrétti og afréttarmál víða um land. Einnig er fjallað um vetrarbeit sauðfjár og hrossa í hinum ýmsu sveitarfélögum, en ég mun greina síðar frá þeim þætti könnunarinnar hér í blaðinu. Margt sauðfé í heimalöndum allt sumarið. Fjölmörg sveitarfélög í landinu eiga ekki upprekstur í eiginlega afrétti. í sumum til- vikum eru þá lönd eyðijarða eða hlutar heimalanda byggðra jarða notaðir til sam- eiginlegrar sumarbeitar. Víða eru aðstæður á þann veg, að fé kemst óhindrað á milli heimalanda og afrétta, og er þá ógerlegt að fá nákvæmar upplýsingar um dreifinguna. Reyndar er mjög algengt, að heimalönd séu ekki afgirt nema þá að hluta næst bæjum. Auk upplýsinga um, hvaða sameiginleg sumarbeitilönd eru nytjuð í hinum ýmsu sveitarfélögum, er í flestum svörunum greint frá, hversu langur beitartíminn er. Þar kemur fram, að sé greið leið milli heimalanda og afrétta eða annarra sameig- inlegra sumarbeitilanda, fer féð gjarnan sjálft, þegar líður á júní. Þar sem féð er flutt eða rekið, er það venjulega ekki gert fyrr en rúningi er lokið, þ.e.a.s. seint í júní og fram undir miðjan júlí. Oft er vetrarrúið fé látið fara fyrst. Þegar líður á ágúst, fer fé að leita til byggða, en þetta er þó mjög breytilegt eftir tíðarfari. Sé greið leið er víða margt komið aftur í heimalönd seint í ágúst eða byrjun september, og í nokkrum sveitum tíðkast að setja þá féð á ræktað land. í sumum til- vikum er smalað frá afréttargirðingum og það fé réttað um þetta leyti, en um og upp úr miðjum september eru lögboðnar réttir um land allt. í mörgum sveitum hefur göng- um og réttum verið flýtt nokkuð frá því sem áður var. Ofangreindar upplýsingar gefa til kynna, að beitartími í afréttum sé nú í flestum tilvikum 60—90 dagar, algengast 70—80 dagar, en fjöldi beitarfénaðar á því tímabili getur verið nokkuð breytilegur (flest um mitt sumar). Á nokkrum afréttum er beit- artíminn þó lengri en að ofan greinir, eink- um þar, sem ekki eru glögg skil á milli heimalanda og afrétta. í heild hefur beitar- 692 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.