Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1978, Síða 11

Freyr - 01.10.1978, Síða 11
ÓTTAR GEiRSSON: Framkvæmdir bænda 1977 Grænfófiurrækt eykst stöfiugt í eftirfarandi yfirliti er drepiS á nokkur atriði varðandi framkvæmdir bænda árið 1977. Eingöngu er fjallað um þær framkvæmdir, sem njóta framlags úr ríkissjóði samkvæmt jarðræktarlögum og skýrslur berast um til Búnaðar- félags íslands. Á árinu 1977 var óvenjulítið um ræktunar- framkvæmdir meðal bænda, aðrar en rækt- un grænfóðurs. Nýræktir voru 2807 ha og hafa ekki verið minni á einu ári síðan 1955. Árið 1976 mældust nýræktir 3193 ha. Það hefur því orðið 12% samdráttur í nýræktun frá fyrra ári. Framræsla var með minnsta móti. Grafnir voru innan við 3.9 milljónir m3 af skurðum, og er það minna en grafið hefur verið á einu ári síðan 1963 og 14% minna en árið áður. Plógræsi voru 2.6 milljónir m, en voru 6.8 milljónir m á einu ári, þegar mest var, árið 1968. Grænfóður var ræktað í 4768 ha árið 1977, og hefur aldrei verið ræktað eins mikið grænfóður á íslandi fyrr. Það er 20% aukning frá árinu áður, sem þó var metár. Grænfóðurrækt hefur sífellt aukist hin síðari ár. Mikill kippur kom í grænfóðurræktina á kalárunum, en þá lærðu margir bændur tökin á þessari ræktun og komust að því hve grænfóðrið er hentugt til að lengja hið stutta sumar hér á landi. Haustfóðrun kúnna byggist hjá kúabændum á grænfóðri og margir fjárbændur nota grænfóður til að lengja beitartíma dilka, áður en þeim er slátrað. Grænfóðurrækt tvöfaldaðist á árun- F R E Y R 695

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.