Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1978, Page 12

Freyr - 01.10.1978, Page 12
um 1968 ti! 1970 og síðan hefur hún aukist um 40%. Árið 1977 var mikið byggingaár. Þá voru byggðar votheyshlöður, sem voru samtals 71 þus. m3. Það er 2.5 sinnum meira rými en mælst hefur á einu ári áður. Áburðar- kjallarar, sem lokið var við árið 1977, voru 100 þús. m3. Árið 1974 var veitt framlag á 113 þús. m3 í áburðargeymslum, og það er eina árið, sem byggt hefur verið meira af slíkum húsum en árið 1977. Aukning milli áranna 1976 og 1977 reyndist vera 30%. Árið 1977 voru reistar þurrheyshlöður, sem rúma 136 þús. m3. Það er með meira móti og 17% meira en árið áður. Súgþurrk- unarkerfi mældust tæpir 20 þús. m2 og það er einnig 17% meira en 1976. Af öðrum framkvæmdum, sem veitt er framlag á samkvæmt jarðræktarlögum, er ástæða til að nefna vatnsveitur. Til þeirra var veitt 82.5 milljónum króna árið 1977 en 78 milljónum árið áður. Það er því greini- lega um samdrátt að ræða á þessu sviði, ef tekið er mið af verðbólgu milli þessara ára. Alls voru framlög ríkisins samkvæmt jarðræktarlögum á framkvæmdir ársins 1977 rösklega 1062 milljónir króna en voru árið áður um 773 milljónir. Aukningin er nokkru meiri en verðbólguaukning, og á rætur sínar að rekja til aukningar í bygg- ingaframkvæmdum, sem var nokkru meiri en samdráttur í ræktun. Nýræktun hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. 696 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.