Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 17
áburðarnotkunar þar mest. Þegar land er
tekið til ræktunar, er þó á ýmsan hátt gagn-
legt að þekkja jarðveg í meiri dýpt, t.d.
vegna framræslu, skurðruðninga og dýptar
jarðvinnslu.
Votlendisjarðvegur. Skipting votlendis í
flóa og hallamýri fer einkum eftir aðstæðum
í landslagi. Flói er þá votlendi með halla-
litlu yfirborði og kyrrstæðu grunnvatni ná-
lægt yfirborði jarðvegs. Votlendi er síðan
flokkað frekar eftir rakaástandi (framræslu).
Ekki voru tekin snið af flæðimýri.
Sýrustig mælist lægst í flóanum, en lítið
eitt hærra í hallamýri. (Þegar sýrustigstalan
lækkar, eykst súrinn). í hallandi mýrum er
munurinn meiri og sýrustig breytist oft ó-
reglulega með dýpt. í flóanum fer það nær
ávallt lítið eitt hækkandi með dýpt.
Við mat á magni steinefna (kalsíum,
magníum, kalíum) verður að hafa í huga,
hve rúmþyngd jarðvegs er mismunandi.
Efnamagn í mýrlendi með lága rúmþyngd
verður því mun minna en í sama rúmtaki af
steinefnajarðvegi. Kalsíummagnið í flóum
og hallamýrum á svæðinu er því að meðal-
tali mjög lítið. Ennfremur fylgist að lágt
sýrustig og lítið kalsíummagn, þó þannig,
að aukið magn lífrænna efna veldur einnig
lækkun sýrustigs. Mýrlendi í Borgarfirði og
á Mýrum virðist oft kalsíumsnautt og súrt.
Ráðlegt er að kalka þetta land við ræktun
eða nota kalsíumáburð. Eins og áður getur
er munurinn þó meiri innan hallamýranna,
þannig að þar finnast steinefnaauðugari
mýrar. Votlendi um Mýrar virðist jafnlakast,
en sýrustig og efnamagn í flóum um ofan-
verðan Borgarfjörð er oft áþekkt.
Magnið af magníum er tiltölulega mikið,
en forðinn af auðleystu kalíum er lítill vegna
lágrar rúmþyngdar og þess, hve talan lækk-
ar mikið með dýpt. Notkun kalíumáburðar
verður því að miðast við þörf gróðursins,
sem fer mest eftir sprettu. Við venjulegar
aðstæður (45—60 hestþurði af heyi á hekt-
ara) ætti að þurfa 60—80 kg/ha af hreinu
K á mýrartún, þ.e. 120—160 kg/ha af venju-
legu túnkalíi.
Fosfór í óræktuðu landi er næstum ávallt
torleystur. í fyrstu þarf því að bera á veru-
lega umfram þarfir gróðurins, en með tím-
anum batnar nýtingin og áburðarþörfin
minnkar.
Þurrlendisjarðvegur. Móajarðvegur er
flokkaður eftir mati á kornastærð. Fínkorna
jarðvegur einkennist yfirleitt af meira mélu-
magni, hann er einnig oft dýpri en hinn
sendni. Til áreyrajarðvegs er talinn jarðveg-
ur myndaður við árframburð fremur en af
áfoki, þ.e. sendinn eða malarborinn jarð-
vegur.
Sýrustig og steinefnamagn er mun hag-
stæðara í vel ræsta jarðveginum. í móanum
er sýrustig lægst í yfirborði en hækkar með
dýpt en í áreyrajarðvegi eru breytingar á
sýrustigi og steinefnamagni litlar með dýpt.
Svipaður mismunur kemur fram í glæðitapi.
Hærra glæðitap og meira magn lífrænna
efna í fínkorna móanum stafar einkum af
dýpri og kröftugri rótarvexti. Sendni móinn
er því væntanlega ófrjórra ræktunarland.
Kalsíumástand þurrlendisjarðvegs eryfir-
leitt í góðu lagi og tæplega að vænta svör-
unar við kalki. Einnig má að líkindum minnka
kalíumskammtinn vegna meiri forða í jarð-
veginum og meiri losunar kalíums úr jarð-
veginum. í mýrlendi er árleg losun um 10—
20 kg K/ha, en erfiðara er að meta hana í
steinefnajarðvegi, þar sem losunin er meiri
og kannski nokkuð mismunandi. Um fosfór-
inn gildir sama og um votlendisjarðveginn.
Jarðvegur getur bundið fosfór misfast og í
mismiklu magni, en bein vitneskja um
hegðun jarðvegsgerða er ennþá ekki fyrir
hendi.
Greinin hefur áður birst í „Bréfi til bænda á Vestur-
landi“.
F R E Y R
701