Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 22

Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 22
fyrir, aS fullþroska ær séu að beiða fram í maí. Þess er getið, að sjaldgæft sé, að ær gangi fyrri hluta sumars, þegar bjartast er, og styðji þessar niðurstöður þá kenningu, ,,að árstíðabundinn fengitími sauðfjár í þessum hluta heims stjórnist verulega af Ijósi, þ.e.a.s. að mest kynstarfsemi sé í skammdeginu, en úr henni dragi, þegar daginn tekur að lengja.“ Fjölrit nr. 10. Samstilling gangmála áa, eftir dr. Ólaf R. Dýrmundsson. Ritið fjallar um „helstu niðurstöður þriggja ára rannsókna á samstillingu gangmála áa með sérstöku tilliti til sauðfjársæðinga". Notaðir voru „Veramix" svampar til þess að samstilla gangmál ánna og segir í ályktun- arorðum, að niðurstöður tilraunanna bendi til þess, að þessir svampar henti vel ís- lenskum ám til þessa. Fjölrit nr. 11. Tilraunaskýrsla 1975. í ritinu er skýrt frá niðurstöðum jarðræktar-, fóðurverkunar- og búfjárræktarrannsókna á Hvanneyri árið 1975. Rætt er um veður- far og gróður á árinu, störf á efnarann- sóknastofu og vélaskýrslur nautgriparækt- arfélaganna. Að lokum eru skrár um rit- gerðir eftir vísindamenn, kennara og kandi- data á Hvanneyri 1975. Fjölrit nr. 12. Vísindi og landbúnaður (Science and Agriculture) eftir K. L. Blaxter. Efni ritsins er erindi, sem dr. K. L. Blaxter, forstöðumaður Rowettrannsóknarstöðvar- innar í Bucksburn í Aberdeenborg í Skot- landi flutti á háskóladegi Landbúnaðarhá- skólans í Ási í Noregi 1975. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson þýddi. í þessu erindi fjallar dr. Blaxter um þróun landbúnaðarrann- sókna í heiminum. Hann ræðir um ýmsar framfarir með tilliti til uppgötvana og rann- sókna og víkur að tengslum milli vísinda- manna og bænda. í því sambandi vitnar hann í heimsókn til kínverska alþýðulýð- veldisins og greinir frá skipulagi á breskum landbúnaðarrannsóknum. Fjölrit nr. 13. Hegðun regnsins í Borgarfirði 1974, eftir Bjarna Guðmundsson. „í fjölriti þessu er sagt frá dálítilli athugun á úrkomu í Borgarfjarðarhéraði árið 1974. Sýnd er skipting úrkomunnar eftir sveitum á ýmsum tímabilum ársins og greint frá einfaldri athugun á úrkomudreifingu í Anda- kíl, er gerð var í kringum sólstöður þjóð- hátíðarársins". Fjölrit nr. 14. Hiti í heyjum, áhrif hans á hollustu, fóðurgildi og lostætni heysins. „í fjölriti þessu er greint frá athugun á heyhita og áhrifum hans á myglumyndun og fóðurgildi heysins. Meðal annars kemur það fram, að svonefnt fóðrunargildi heys- ins lækkaði mjög mikið, jafnvel þótt hita- myndun í því væri takmörkuð. Mygla í hey- inu hafði veruleg áhrif á lostætni þess. Athugun þessi var gerð í samvinnu við bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbún- aðarins á Hvanneyri". Fjölrit nr. 15. Tilraun með ræktun kartaflna á mýrarjörð, eftir Magnús Óskarsson. „Fjallað er um tilraunir, sem gerðar voru með kartöflurækt á Hvanneyri 1975—1976. Kartöflurnar voru í jörðu í 99—110 daga. Uppskera var 9,7—26,1 tonn á ha, þegar ræktunin fór fram á „venjulegan" hátt. Gerðar voru tilraunir með mismunandi af- brigði, ræktun undir plasti, magníum og bóráburð, eyðingu illgresis og efni til að auka geymsluhæfni kartaflanna. Fjölrit nr. 16. Tilraunaskýrsla 1976. Þar segir frá niðurstöðum rannsókna í jarð- rækt, búfjárrækt og fóðurverkun árið 1976. Greint er stuttlega frá veðurfari og gróðri á 706 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.