Freyr - 01.10.1978, Síða 23
árinu og störfum á efnarannsóknastofu.
Loks er ritgerðaskrá.
Fjölrit nr. 17.
Erfðir skrokkmála íslenskra hesta.
eftir Þorvald Árnason.
Þetta er kandidatsritgerð höfundar frá
framhaldsdeild Bændaskólans á Hvann-
eyri vorið 1975. Við könnun á erfðum
skrokkmála íslenskra hrossa hefur höfund-
ur unnið úr gögnum frá hrossaræktarráðu-
naut Búnaðarfélags íslands og einnig eigin
mælingum og athugunum.
Fjölrit nr. 18.
Áhrif veðurfars á upptöku köfnunarefnis.
eftir Pétur Þór Jóhannsson.
Ritgerðin er kandidatsverkefni höfundar frá
framhaldsdeildinni 1977. Þar er greint frá
þeim veðurfarsþáttum, sem tilraunir benda
til, að hafi áhrif á köfnunarefnisnám gróð-
urs. Bent er á, að fleira en veðurfar hafi
áhrif á köfnunarefnisupptöku, t.d. hvernig
slætti er hagað.
Fjölrit nr. 19.
Veðurfar í Skagafirði og áhrif þess á
jarðargróður,
eftir Rögnvald Ólafsson.
Fjölritið er kandidatsritgerð höfundar. Seg-
ir í yfirliti, að ritgerðin fjalli um vorhita í
Skagafirði, hvenær sá megi grænfóðurfræi
þar með hliðsjón af honum og hverjar teg-
undir grænfóðurs sé vænlegast að rækta í
héraðinu.
Greinarhöfundur telur, „að vorgróður
byrji um það leyti, sem meðalhitastig sólar-
hrings, fundið út frá millijöfnun meðalhita
mánaða, fer yfir 4,0°C.“ Færð eru að því
rök, að til grænfóðurs megi sá þrem vikum
eftir þyrjun gróanda og að rækta megi í
Skagafirði allar algengustu grænfóðurteg-
undir, nema e.t.v. mergkál.
Fjölrit nr. 20.
Meðgöngutími eins-, tveggja- og þriggja-
vetra áa,
eftir Karl Friðriksson.
Kandidatsritgerð höfundar vorið 1977.
„Helstu niðurstöður, sem fengust, voru,
að meðalmeðgöngutími allra áa var 142,57
dagar með meðalfrávik upp á 2.09 daga.
Meðalmeðgöngutími eins vetra var 142.08
dagar, tveggja vetra 142,32 dagar og
þriggja vetra 143.04 dagar. Mismunur á
meðgöngutíma áa eftir sýslum kom fram.
Raunhæf áhrif burðar komu fram hjá
tveggja og þriggja vetra ám. Einlembdar
ær höfðu lengri meðgöngutíma en tvílembd-
ar og tvílembdar ær höfðu lengri með-
göngutíma en þrílembdar ær“.
Fjölrit nr. 21.
Stærðarrannsóknir á íslenskum kúm,
eftir Guðmund Jónsson.
í þessu fjölriti, sem er ritgerð höfundar til
kandidatsprófs, segir, að stærð kúa sé
gagnlegt að þekkja, t.d. til þess að vita um
þyngd þeirra, fóðurþörf og hentuga bása-
stærð. Guðmundur Jónsson mældi árið
1976 543 kýr í Borgarfirði, Eyjafirði og Ár-
nessýslu. Hann fann, að eyfirsku kýrnar
höfðu 181,87 cm meðaltals brjóstmál, kýrn-
ar í Árnessýslu 180.06 cm og þær þorg-
firsku 175,07 cm brjóstmál. Samanburður
á brjóstmáli, boldýpt, hæð á herðakamb og
lengd kúnna sýndi mun milli landshluta í
flestum tilfellum. Burðartími hafði áhrif á
brjóstmál, hæð í spena, breidd milli set-
beina og holdafar. Meðallengd kúnna frá
herðakambi og aftur fyrir var 141,15 cm, en
sama mál á norskum kúm var 1973 159,3
cm.
Fjölrit nr. 22.
Næringarefni og orka í beitargróðri,
eftir Róbert Hlöðversson.
Kandidatsritgerð höfundar 1977, reist á
niðurstöðum beitartilraunanna í Álftaveri,
Hvanneyri, Kálfholti og Sölvholti sumarið
1975. Meðal þess, sem kom fram, var, að
F R E Y R
707