Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 24
meltanleiki gróðurs virtist byrja að dala
mánuði fyrr á Hvanneyri en Kálfholti og
Sölvholti. í Álftaveri virtist meltanleikinn
lítið breytast yfir sumarið. Próteininnihald í
gróðri á Hvanneyri og Sölvholti var hátt
allt sumarið. Ærnar vantaði kalsíum á öllum
tilraunastöðunum. Margt fleira athyglisvert
er að finna í ritinu.
Fjölrit nr. 23.
Samanburður á Gallowayblendingum og
íslenskum gripum,
eftir Þorvald Helga Þórðarson.
„í ritgerð þessari er gerður samanburður á
vaxtarhraða, byggingarlagi og kjötprósentu
Gallowayblendinga og íslenskra gripa, sem
slátrað var frá Hvanneyrarbúinu á árunum
1975 og 1976. Einnig er athuguð fylgni milli
einstakra mála.
Helstu niðurstöður, sem fengust, voru, að
1/4 blendingar, uxar, voru greinilega vænni
en íslensku uxarnir. Af fyrri rannsóknum og
fengnum niðurstöðum má ætla, að yfirburð-
ir 1/4 blendinga yfir íslenska uxa skili sér
betur við tveggja ára aldur en við eins og
hálfs árs aldur.
Marktækur munur (0.001 <P<0,01)fannst
á kiötprósentu milli uxahópanna og höfðu
1/2 blendingar hæstu kjötprósentu en ís-
lenskir lægsta.“
Fjölrit nr. 24 er ókomið, kemur út síðar.
Fjölrit nr. 25.
Athugun á jarðvegi á Mýrum,
eftir Sigfús A. Ólafsson.
í þessu riti „greinir frá athugun á nokkrum
eðlis- og efnaeiginleikum framræsts mýr-
lendis í tveim hreppum á Mýrum. Jarðveg-
ur þessi er allsúr og fremur snauður af
auðleystum steinefnum. Auðleyst kalsíum
er mjög lítið og kölkun virðist ráðleg við
frumræktun.“
Fjölrit nr. 26.
Skeljasandur af fjörum við Faxaflóa. Kalk-
magn og áhrif á sýrustig jarðvegs,
eftir Sigfús Ólafsson.
Þar segir frá „athugun á skeljasandi og
skeljakalki. Meðalkornastærð skeljasands-
ins var lítið eitt minni en skeljakalks. Kalkið
í skeljasandi mældist 40—60%, en um 90%
í skeljakalki. Áhrif skeljasandsins á sýrustig
jarðvegs við kölkun voru svipuð og hjá
skeljakalki, miðað við sama magn af hreinu
kalki. Sýrustigsbreytingin var ekki verulega
háð kornastærð“. Vakin er athygli á því, að
sé tún kalkað að ráði héraðsráðunautar,
greiði ríkið hálft kalkverð og hálfan flutn-
ingskostnað til bóndans. Þó ekki skemmri
veg en 50 km.
Fjölrit nr. 27.
Tilraunaskýrsla.
í ritinu er „yfirlit um niðurstöður rannsókna
í jarðrækt, fóðurverkun og búfjárrækt á ár-
inu 1977“. Auk þess er fjallað í stuttu máli
um veðurfar og gróður á árinu og starfsemi
efnarannsóknastofu. Að lokum er birt skrá
um ritgerðir.
Fjölritin eru fáanleg frá Bændaskólanum
á Hvanneyri á vægu verði.
J.J.D.
LEIÐRÉTTINGAR
í skrá yfir brautskráða búfræðinga frá
Hvanneyri, er birtist í 17. tbl., er nafn Haf-
þórs Jóhannssonar tvískráð, en niður féll
nafn Heiðars Ágústs Jónssonar, Hjarðar-
holti, Fnjóskadal, S.Þing.
Þá hafði nafn Sveinbjörns Rúnars Helga-
sonar, Ósabakka, Skeiðum, Árn., fallið nið-
ur í handriti, en hann brautskráðist bú-
fræðingur frá Hvanneyri 1978. Leiðréttist
þetta hér með, og eru hlutaðeigendur beðn-
ir velvirðingar á mistökunum.
708
F R E Y R