Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 25

Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 25
Portúgal er eitt af fátækustu löndum Evrópu Portúgal er 91.500 ferkílómetrar að flatar- máli, eða 10.000 km2 mirma en ísland. Portúgalar hafa nú sótt um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Þeir eru fátækastir þeirra þjóða, sem það hafa gert. Allmikið er nú rætt um viðskipti okkar íslendinga og Portúgala. Kynni milli þjóðanna hafa verið iítii en fara nú vaxandi með auknum við- skiptum. í eftirfarandi grein segir nokkuð frá þessari suðrænu Evrópuþjóð, landshátt- um og lífskjörum. Upp af Atlantshafsströndinni er nokkurt lág- lendi, en landið hækkar, eftir því sem innar dregur, og verður fjöllótt við spænsku iandamærin. Þar eru 2.000 metra há fjöll. Loftslag er heittemprað, vetur mildir og sumur heit og mjög þurr. 9.5 milljón manna er í Portúgal. Af þeim fluttist um 1 milljón inn í landið á árunum 1974 og 1975 frá hinum gömlu nýlendum Portúgala í Afríku. Fram að því fjölgaði þjóðinni mjög hægt vegna þess, að 100— 150 þúsundir manna fluttu utan árlega til að leita sér að vinnu annars staðar í Evrópu. Eins og í mörgum öðrum Evrópulöndum hefur fólki fjölgað ört á höfuðborgarsvæð- inu, því hagvöxtur er þar meiri en í öðrum landshlutum. í Portúgal eiga 55 af hundraði allra bæjarbúa landsins heima í Lissabon og grennd. Ávaxtauppskera. Þeir eru að tína aldin af trjánum meS handverkfærum. Hagvöxtur. Á árabilinu 1960—1973 var hagvöxtur meiri í Portúgal en í nokkru Efnahagsbandalags- landi, en þó lægri en í Grikklandi og á Spáni. Portúgal er fátækast af þeim lönd- um, sem nú sækja um aðild að E.B.E. Með- altekjur á mann voru 475 þúsund kr., en 730 þúsund í næstfátækasta landinu, Grikk- landi. Margir Portúgalar fluttu heim frá ný- lendunum og jók það enn á vandræðin af olíukreppunni, sem voru þó ærin fyrir. At- vinnuleysingjum fjölgaði ört, og voru þeir um 15% af vinnufærum mönnum 1976. F R E Y R 709

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.