Freyr - 01.10.1978, Side 27
Erlendir þættir ^
Bændum fækkar og ræktarland
minnkar í Belgíu.
Sífellt minnkar land til búskapar í Belgíu,
jafnframt því, sem þeim fækkar, sem vinna
við þann atvinnuveg. Nú starfa aðeins 3%
vinnuíærra manna í landinu að landbúnaði
og útlit er fyrir, að þeim fækki enn.
Viðkvæðið hjá hugmyndasmiðum í land-
búnaði í þessu EBE-landi er, að því meir,
sem bændum fækki, þeim mun betur muni
þeim, sem eftir eru, vegna. Sú er hugmynd-
in, að eftirspurn eftir búvöru muni aukast
samtímis því, sem framleiðslan skiptist á
færri bændur. Aðeins öflug og vel rekin bú
muni verða eftir. Slíkur hugsunarháttur er
eðlilegri í landi innan Efnahagsbandalags-
ins en t.d. á íslandi eða í Noregi. í Belgíu
er það engum vafa bundið að halda landinu
í byggð, því það er lítið og afar þéttbýlt,
svo litlu skiptir, þó að ein og ein jörð falli
úr ábúð.
Vegna vaxandi þéttbýlis fer sífellt meira
af ræktunarlandi undir vegi og hús. Belgísk-
ir bændur hafa minni tekjur en iðnverka-
menn þar í landi, eða að meðaltali um 70%
af launum þeirra, og bilið milli tekna þess-
ara stétta eykst. Blaðamaður frá Bondebla-
det í Noregi, sem nýlega var í heimsókn í
Belgíu, fullyrðir, að aðild að Efnahags-
bandalaginu hafi ekki bætt kjör belgískra
bænda. Vegna þess, að verðlag í Belgíu sé
hærra en í öðrum EBE-löndum, muni sam-
eiginleg landbúnaðarstefna reynast Belgum
þung í skauti.
71% af fjölda, en aðeins 1.6% af flatarmáli.
Þetta er þeim mun verra, sem smájarðir
skiptast oft í 6—7 aðskilda teiga. Eftir bylt-
inguna 1974 voru næstum öll stóru og vel
reknu búin tekin eignarnámi og þeim breytt
í samyrkjubú, en við það minnkaði búvöru-
framleiðslan. Síðan þá hafa þó verið sam-
þykkt ný jarðalög, sem mæla svo fyrir, að
miklum hluta þjóðnýttra jarða sé skilað í
hendur fyrri eigenda. Jarðalögin kveða líka
á um bætt jarðaskipulag og meiri afköst.
Þriðjungur landbúnaðarlandsins er korn-
akrar, en áttungur er baunaakrar. Græn-
metis- og ávaxtarækt er mikil og hefur
aukist undanfarin ár. Einkum hefur tómata-
framleiðslan vaxið, eða úr 200.000 tonnum
1960 í 750.000 tonn 1975. Vínframleiðslan
er líka mikil, 10—12 milljónir hektólítra,
sem er helmingur af vínframleiðslu Spán-
verja. Búfé hefur nokkuð fækkað síðan 1973
/74. 1976 voru nautgripir 1 milljón, svín 1.7
milljónir og sauðfé og geitur um 4.5 millj-
ónir.
240 milljarða innflutningur á búvöru.
Vín er sú búsafurð, sem Portúgalar flytja
mest út af. Það er 40% af búvöruútflutn-
ingnum. Þeir flytja líka út nýja, þurrkaða og
niðursoðna ávexti og grænmeti. Útflutn-
ingsverðmætið nemur þó minna en helm-
ingi þess, sem inn er flutt, af landbúnaðar-
vöru. Mest er flutt inn af korni, sykri og
jurtapróteini. Það er áætlað, að Portúgalar
verði að kaupa erlendar búvörur fyrir 240
milljarða króna árið 1978. Kannski gætum
við selt þeim eitthvað?
Heimildir: Grein um þetta efni í Landsbladet, nr. 30,
1978 og Hagstofa íslands. — J.J.D.
F R E Y R
711