Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 29

Freyr - 01.10.1978, Blaðsíða 29
voru ialdar vikulega. I upphafi beitartímans voru þrisvar sinnum fleiri lirfur á forarteign- um heldur en á hinum. í beitarlok voru þær helmingi fleiri. í apríl árið eftir voru níu sinnum fleiri lirfur á A-teignum en á B-teig, og það voru um sjö sinnum fleiri ormar (Ostertagia og Coopedia) í kálfunum. Allir kálfarnir á A- teignum höfðu einkenni af bólgum og skemmdum í meltingarvegi (gastroenteritis) og þyngdust lítið, en aðeins tveir kálfar á B-reit reyndust vera með lítils háttar iðra- orma. Einkenni hurfu fljótt eftir meðferð með ormalyfjum. Þessar tilraunir voru gerðar á ungum, móttækilegum nautgripum og líklegt er, að áhættan væri miklu minni, ef eldri naut- gripum er beitt á haga, þar sem for hefur verið borin á. The Veterinery Record 10. des. 1977. Vol 101, No. 24. Nautgripir fitaðir á blautu hænsnadriti. í tilraunum í Bandaríkjunum voru ung geld- neyti af Herefordkyni fóðruð á driti úr hænsnahúsi. Dritið hafði verið blandað með ýmsum rotverjandi efnum. í byrjun tilraun- anna vógu geldneytin að meðaltali 210 kg. Þær stóðu í 125 daga. Gripunum, 90 að tölu, var skipt í þrjá hópa, sem allir fengu maísvothey í aðalfóður. Einn hópur fékk sojabaunamjöl að éta sem aðaleggjahvítu- fóður, annar þvagefni (urea) og sá þriðji hænsnadrit. Að meðaltali þyngdust gripirnir um 1 kg í öllum hópum, þó að þeir gripir, sem dritið fengu, þyrftu að éta ögn meira en aðrir fyrir hvert kíló, sem þeir þyngdust. Þeir gripir, sem fengu sojabaunamjöl, átu 6.18 kg af þurrefni á dag, þeir, sem voru á þvagefni, 6.4 kg, og drithópurinn 6.56 kg af þurrefni. Geldneytunum virtist ekki þykja hænsna- dritið Ólystugt. Feedstuffs, 11. nóv. 1977. Baggavothey líkar vel í Hollandi. Nýlegar athuganir í Hollandi benda til þess, að vothey í böggum (sívölum) geti lukkast. Heyið, sem bundið var, var með þurrefni frá 40—60%. Til þessa voru notaðar nokkr- ar gerðir bindivéla, sem bundu 500 kg bagga. Ein þeirra batt þó í 1100 kg bagga. Baggarnir voru mjög saman pressaðir, lítið loft í þeim og yfirborð þeirra tiltölulega lítið. Þeir komu út úr heystakknum eins og þeir voru, þegar þeir voru stakkaðir. Ráðlegt er að stafla 500 kg böggum hlið við hlið, fimm í neðstu stæðu, fjórum í ann- arri og þremur efst. Síðan er þakið með plastdúk. Þegar gefið er úr þeim, er heyið annað hvort skorið með handverkfærum eða undið ofan af þeim meðfram girðingu, úti. Til þess eru notaðar dráttarvélar með sérstökum þúnaði. Vegna þess, hve bagg- arnir voru samanþjappaðir, voru skemmdir á heyinu mjög litlar. The New Zealand Journal of Agriculture, nóv. 1977. Áhrif gestagangs á nyt í kúm. Athuganir, er gerðar voru á mjólk af fjórum bæjum í Wirralsveit í Cheshire í Englandi, eftir að kýr höfðu orðið fyrir ónæði af ó- kunnugum, sýndu verulegt tap í nyt, fitu og öðrum föstum efnum og einnig hærri tölu við frumutalningu. 131 kýr var í athuguninni af Ayrshire-, frísnesku- eða Jerseykyni. Þær voru allar hýstar og mjólkuðu í fjósum. Nytin í 46 kúm lækkaði að meðaltali um 0.9 kg eða meira, í 37 kúm milli 0.50 og 0.89 kg og í hinum um allt að 0.49 kg. Fitu- prósentan lækkaði af því að kýrnar seldu illa og föst efni minnkuðu og frumutalning hækkaði vegna streitu hjá kúnum. Álitið er að vegna þess, að kýrnar voru bundnar á bás og gátu því ekki forðast gestina, hafi áhrifin orðið meiri en ella. The Veterinary Record (Breska dýralæknablaSið) 22. apríl 1978, Nol 102, No 16. F R E Y R 713

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.