Freyr - 01.10.1978, Page 30
Bréf frá bændum
Hjörleifur Kristinsson,
Gilsbakka, Akrahreppi,
skrifar:
Hvers vegna má ekki
fara með hestinn sinn til
útlanda og koma með
hann aftur?
„Ég var nýlega að horfa á mót íslenskra hesta erlendis
(í sjónvarpi). Þá fór ég að hugleiða, hvort ísland væri
eina landið í Evrópu, sem gæti ekki sent þangað hest,
svo hann ætti afturkvæmt.
Vegna læknavísinda er nú hægt með talsverðu öryggi
að ferðast hvert í heim sem er og koma aftur, án þess
að taka hættulega sjúkdóma eða bera þá heim með sér.
Þess vegna spyr ég: Hvers vegna má ekki fara með
hestinn sinn til útlanda og koma með hann aftur? Gildir
þetta aðeins um menn?“
Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir, svarar:
Hér á landi eru smitsjúkdómar í hrossum svo til óþekktir,
sem betur fer. Hrossin okkar hafa verið einangruð 1 100
ár og laus við smitálag. Það er því víst, að mótstaða í
stofninum er engin eða mjög lítil gegn ýmsum alvarleg-
um sjúkdómum og kvillum, sem landlægir eru erlendis.
Fjölmargir sjúkdómsvaldar: veirur, bakteríur, sveppir,
sníkjudýr, eins og lýs, maurar, innyflaormar, lungnaorm-
ar, hrossasullaveiki, skorkvikindalirfur o.fl. hafa aldrei
fundist á íslandi.
Annað kastið eru að finnast nýir smitsjúkdómar er-
lendis, og er þá í fyrstu engin þekking eða lítil til um
smitleiðir og varnaraðgerðir.
Á þessu hafa margir erlendir hestaeigendur brennt sig
fyrr og síðar, og því eru í gildi strangar reglur um mót,
þar sem hestar frá mörgum löndum koma saman til
keppni. Áhorfendur og gestir á slíkum mótum verða ekki
varir við aðhald og afskiptasemi af slíku tagi. Það fer
fram fyrir og eftir mótin og utan við sýningar- og keppn-
issvæðið.
Þrátt fyrir aðhaldið og reglurnar verða ,,slys“. Nýir
smitsjúkdómar berast með hestum til heimalandsins.
Dæmi um slíkt er hrossainflúensa, sem barst til Noregs
við slíkt samband fyrir fáum árum. Þó hafa Norðmenn
mun strangari reglur en sumir aðrir við flutninga á lifandi
gripum landa á milli. Sumir smitsjúkdómar í hrossum eru
svo skæðir, að hætta getur fylgt reiðtygjum og reiðfötum
714
F R E Y R