Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1978, Síða 32

Freyr - 01.10.1978, Síða 32
Guðjón Þórarinsson, Lækjarbug, skrifar: ógætilegum ráðstöfunum við innflutning dýra. Nefna má nokkur dæmi: Fjárkláði, riðuveiki, votamæði, þurramæði, visna, garnaveiki, hundafár, ... með fólki hafa borist berklar, hringskyrfi, taugaveiki. . . . Hömlur eru í gildi við flutningum á milli varnarhólfa á sauðfé, nautgripum og geitum vegna sjúkdómahættu. Við búum við þá ómetanlega sérstöðu að eiga hrossa- stofn, sem er svo til laus við smitsjúkdóma. Af þeim sökum eru engar hömlur á flutningi hrossa innan lands. Aðeins þarf að varast óhreinindi, sem hross geta borið utan á sér eða undir hófum og óhreinlega bíla eða flutn- ingstæki, sem flytja hross milli varnarhólfa. Vegna þess að hross okkar eru af einangruninni við- kvæmari fyrir sjúkdómum en önnur hrossakyn, kemur það oft fyrir, að íslensk hross, sem flutt hafa verið til útlanda, hafa sýkst þar, þrátt fyrir bólusetningar og önnur varnarráð, enda eru engar bólusetningar öruggar til varnar. Telja má víst, að margir smitsjúkdómar séu enn ó- þekktir. Illa verður við komið vörnum gegn þeim. Allt þetta veldur hinni hörðu afstöðu gegn heimflutn- ingi hrossa, sem send hafa verið til útlanda. Um sjúkdóma í fólki gegnir öðru máli. í fyrsta lagi mundu frjálsræðishetjurnar góðu illa þola skerðingu á ferðafrelsi, þótt það kynni stöku sinnum að vera æskilegt, ef litið er eingöngu á málin frá sóttvarnarsjónarmiði. í öðru lagi lifir fólk almennt við mun meira hreinlæti en dýr. í þriðja lagi er heilsugæsla fólks yfirleitt margfalt öflugri en heilsugæsla dýra og þar þarf lítt að spara til þess, að öryggið verði sem fullkomnast, eins og sjálfsagt er raunar. Stöðugt samþand er við útlönd og snerting við smitvalda er sífelld. Mótstaða fólks gegn smitsjúkdómum er því meiri en dýra. Þrátt fyrir allt þetta berast hingað farsóttir iðulega, svo sem kunnugt er, og stundum fer illa. ☆ Hr. ritstjóri. Þegar ég leit yfir blaðið Frey, þ.e.a.s. ágústblaðið nr. 15, sá ég þar mynd af heybandslest, sem ég kannaðist fljótt við, þó ekki sé þar getið um, hvaðan myndin sé, sem mér finnst, að vel hefði mátt gera. Eða hvaðan fenguð þið myndina til þirtingar í þlaðið? Mynd þessi var tekin hérna af hestunum mínum sumarið 1931, er ég var að flytja heim hey af engjum, langan og vondan veg, 716 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.