Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1978, Side 33

Freyr - 01.10.1978, Side 33
þ.e.a.s. fúnar og blautar mýrar, en þeir voru komnir hér heim á túnið og löbbuðu hver á eftir öðrum með upp- bundna tauma, þangað til leystir voru niður af þeim baggarnir og breiddir til þurrks. Ég gæti sett hér nöfn allra hestanna, sem þarna voru undir böggum, en þeir voru 10, þó þeir sjáist ekki alveg allir á myndinni. Þetta var nokkuð erfið vinna heyskapurinn í þá daga, nú er þetta breytt, öll heyskaparvinna er unnin með vél- um heima á rennsléttum túnum og ekki lengur neitt erfið, nei, bara sitjandi í hægu sæti á traktornum. Vinsamlegast, Lækjarbug, 28. ágúst 1977. Guðjón Þórarinsson, Lækjarbug, Hraunhr., Mýrasýslu. Svar til Guðjóns á Lækjarbug: Vegna mistaka hefur birting þessa bréfs dregist í nær eitt ár og er Guðjón beðinn afsökunar á því. Freyri þakkar Guðjóni fyrir þetta bréf og upplýsingar þess um myndina og þau vinnubrögð, sem hún lýsir. Myndina, það er mótið af henni, fengum við einfald- lega í myndamótasafni Freys, og hefur hún því birst í blaðinu áður, þó að við höfum ekki kannað, hvenær eða hvort þar höfðu þá verið nánari upplýsingar um hana, eða hver væri Ijósmyndarinn. í safni Freys er allnokkuð af gömlum myndum og myndamótum, sem sýna vinnubrögð og horfna starfs- hætti. Þó vantar þar margt og fengur væri okkur að því, ef menn vildu lána slíkar myndir til eftirtöku og birtingar. Ritstjóri. Leiðréttingar. Prentvillupúkinn er lævís og lipur. Hann var á ferðinni í myndatextum við grein Bjarna Guðmundssonar Um votheysgerð í flatgryfj- um í 14. tbl. Hér koma leiðréttingarnar: 1. mynd: 6. lína. í stað, sem berst með mengun komi, sem bezt við megum. 5. mynd: 3. lína. í stað þkkast komi þykkast og í stað sju komi séu. 6. mynd: 5. lína. í stað hún bæti minnkað komi hún gæti minnkað. 3. mynd A: 3. lína. í stað þyrgja súrefnið úti komi: byrgja súrefnið úti. F R E Y R 717

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.