Freyr - 01.10.1978, Side 34
Ef breyta þarf fasteignamati.
Bóndi á Norð-Austurlandi kom að máli við
einn starfsmann Búnaðarfélags íslands,
sem var þar á ferðalagi. Sagði hann, að
bændur væru stundum í hálfgerðum vand-
ræðum með hvert þeir ættu að snúa sér
vegna breytinga á fasteignamati. Þeir þyrftu
stundum að fá sitthvað fellt niður úr mati,
t.d. gömul útihús, eða breyta einhverju, t.a.
m. taka gripahús til annarra nota. Sjálfur
breytti þessi bóndi fjósi sínu í vélageymslu,
en slíkar eru í lægra mati. Bóndinn sagði
ekki dæmalaust, að byggingar, sem væru
orðnar ónýtar, væru enn inni í fasteignamati.
Hvert eiga menn að snúa sér með þetta?
spurði hann.
Menn eiga að snúa sér til umdæmisstjór-
anna í sínum landshluta með þetta, sagði
Reynir Einarsson hjá Fasteignamati ríkisins
í viðtali við Frey. Með lögum um skráningu
og mat fasteigna, nr. 94, 1976, voru skipaðir
4 umdæmisstjórar fasteignamats í landinu.
Þeir eru: fyrir Vesturland og Vestfirði að
Strandasýslu: Þorgrímur Stefánsson, Kveld-
úlfsgötu 14, Borgarnesi. Umdæmisskrifstofa
er að Borgarbraut 66, s.st., sími (93)-7320.
Fyrir Norðurland að Norður-Þingeyjarsýslu:
Guðmundur Gunnarsson, Glerárgötu 24,
Akureyri, sími (96)-22270. Fyrir Norður-
Þingeyjarsýslu og Austurland: Halldór Sig-
urðsson, Miðhúsum, Egilsstöðum. Skrif-
stofa er í Lyngási 12, Egilsstöðum, sími
(97)-1474. Fyrir Suðurland (V.Skaft., Rang.
og Árn.): Samúel Smári Hreggviðsson,
Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi, Árn. Skrif-
stofan er að Austurvegi 22, Selfossi, sími
(99)-1350.
Menn ættu að snúa sér til umdæmisstjór-
anna með tilkynningar varðandi fasteigna-
mat og ræða við þá. J.J.D.
Framleiðsla og sala á mjólk og
mjólkurafurðum á síðasta
verðlagsári.
Á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins
hefur verið gert yfirlit um framleiðslu og
sölu mjólkurvara fyrir tímabilið 1. septem-
ber 1977 til 31. ágúst 1978. Innvegin mjólk
var 117.8 millj. Itr. Aukning frá fyrra verð-
lagsári var 4.6%. Meðalinnlegg í mjólkur-
samlag frá framleiðanda var 44.607 lítrar af
mjólk, en var á fyrra verðlagsárinu 40.675.
Samtals eru mjólkurframleiðendur, sem
leggja inn mjólk, taldir vera 2.670, þeim hef-
ur fækkað á undanförnum árum um 3%
árlega.
Sala á nýmjólk hefur enn minnkað. Sam-
tals voru seldar 45.2 millj. lítra af mjólk,
en það var 4.4% minna en á verðlagsárinu
1976/1977. Sala á rjóma varð aftur á móti
2.9% meiri nú en á fyrra tímabili, heildar-
salan var 1.1 millj. Itr.
Sala á venjulegu skyri minnkaði nokkuð,
en sala á bláberja- og jarðarberjaskyri varð
aftur á móti meiri. Heildarsala á skyri var
3.8% meiri en á fyrra ári, salan nam 1.706
lestum.
Aukning var í sölu undanrennu um
18.8%. Heildarsala á síðasta ári var 3.8
millj. Itr.
Smjör.
Nokkur aukning var í smjörframleiðslunni
eða um 1.1%, en það voru 1.802 lestir. í
upphafi verðlagsársins voru birgðir af
smjöri 936 lestir, en það var 56% meira en
í upphafi fyrra verðlagsárs.
Samtals voru seldar beint til neyslu 1.433
lestir, en það var samdráttur frá fyrra ári
um 0.7%. Notaðar í aðra framleiðslu voru 8
718
F R E Y R