Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1978, Page 35

Freyr - 01.10.1978, Page 35
lestir. Birgðir 1. september sl. voru 1.297 lestir, en það var 38.6% meira en í upphafi fyrra verðlagsárs. Ostur. Framleiðsla á 45% og 30% ostum var 3.263 lestir, en það var 41% meira en á fyrra verðlagsári. Nokkur samdráttur varð í sölu á þessum ostum en veruleg aukning í sölu á bræddum ostum. Heildarsala á öllum ost- um var 1.402 lestir, sem var 2.4% aukning frá fyrra ári. Fluttar voru út á verðlagsárinu 1.842 lest- ir, en árið áður var útflutningur aðeins 662 lestir. Birgðir af ostum 1. september sl. voru 1.419 lestir, en það var 14% meira en í fyrra. Neysla á ostum þreytist, því nú er meira keypt af mögrum ostum en þeim fituríkari. írsk búnaðarsamtök sameinast. Tvenn búnaðarsamtök á írlandi, Irish Far- mers’ Association (IFA) og Irish Creamery Suppliers’ Association (ICMSA) hafa samið um samstarf og eftir þrjú ár munu þau sameinast að fullu. Af þessu leiðir, að írskir bændur eru nú í einu stéttarsambandi. Árið 1972 sameinuðust mörg samtök og mynd- uðu IFA, en ICMSA hefur alltaf staðið utan við þetta samstarf, þar til nú. Félagar í þessum nýju samtökum eru 175.000 írskir bændur. Enn hefur nýja fé- lagið ekki verið skírt. Fóðurtankar Eigum fyrirliggjandi nokkra turna fyrir laust fóður. Turnarnir eru framleiddir úr 1,6 mm galvaniseruðum stálplötum og rúma 6,5 tn. af fóðurkögglum (5,5 tn. af mjöli). Lögun tankanna er þannig að snigils er ekki þörf, heldur rennur úr þeim beint inn á fóðurgang. Hægt er að útvega tanka, sem rúma 9 tn. af kögglum (8 tn. af mjöli). Verðið er mjög hagstætt. Kaupfélag flrnesinga BIFREIÐASMIÐJUR — Sími 99-1260. F R E Y R 719

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.