Freyr - 01.08.1979, Qupperneq 5
BÚNAÐARBLAÐ
75. árgangur
nr. 15, júlí. 1979
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAGÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
. p; I# ,
Ritstjdri:
JÓNASJÓNSSON
Aðstoðarritstjóri;
JÚLÍUS J. DANlELS:
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
Áskriftarverð kr. 5500
árgangurinn
Hitstjórn, innhelmta, afgretðsla og
auglýaingar:
BændahölMnnl, Reykjavik, sími 19200
Rikisprenfsmiðjan Gutenberg
Reykjavík — Sími 84522
Frá Norrænu bændasamtökunum
Nythæstu kýr
nautgriparæktarfélaganna 1978
Frá Stóðhestastöð B. í. 1977—1978
Júgurbólgurannsóknir. 1978
Frá Norrænu
bændasamtökunum
Eins og fram hefur komið í fréttum héldu Norrænu
bændasamtökin (NBC) aðalfund sinn að Laugarvatni dag-
ana 1. og 2. ágúst. Á fundum NBC mæta forystumenn
helstu hagsmunafélaga bænda frá hverju landi, bæði be-
inna stéttarsamtaka og margháttaðra sölusamtaka, svo
sem einstakra afurðasölufélaga og landssamtaka þeirra.
Flestir fulltrúanna eru bændur, kjörnir til forystu í félög-
um sínum, en aðrir eru starfsmenn samtakanna.
Fullyrða má að í þessum hópi eru þeir komnir saman,
sem hafa mesta yfirsýn yfir landbúnaðarpólitík, markaðs-
mál landbúnaðarins og hin margháttuðu viðfangsefni
bændastéttarinnar í viðkomandi löndum.
Aðalviðfangsefni fundarins á Laugarvatni var að fjalla um
söluerfiðleika á landbúnaðarvörum og aðlögun landbún-
aðarframleiðslunnar að þeim mörkuðum sem fyrir hendi
eru.
Fulltrúi frá hverju landanna 5 flutti yfirlitserindi um efnið
og lýsti því hvernig málin stæðu og hvaða leiðirværu farnar
í hverju landi fyrir sig. Eftir almennar umræður var málið
rætt í umræðuhóp, er gekk frá áliti, sem síðar var rætt og
samþykkt á aðalfundinum. Hér fer á eftir útdráttur úr áliti
fundarins um þetta efni:
I. Lýsing á viðfangsefninu.
í iðnvæddum löndum eykst neysla á. matvörum lítið frá ári
til árs. Eftir að vissum tekjum er náð, er tiltölulega lítið
samband á milli verðs á flestum landbúnaðarvörum og
neyslu þeirra. Hlutfallslega lítið af auknum tekjum fólksins
gengur þá til þess að kaupa meiri matvörur. Mjög óveru-
legur hluti af heildarmatvælaframleiðslu heimsins kemur
til sölu á heimsmarkaði. Verðlag matvæla á heimsmarkaði
er mikið lægra en á heimamarkaði hvers lands og stafar
það mest af því hvað mikið af vörunum, sem seldar eru á
milli landa, er ,,umframframleiðsla“, sem viðkomandi lönd
þurfa að Josna við“. Á hinn bóginn ræður það mestu um
verð varanna á heimamarkaði í iðnaðarlöndum, að stöðugt
er leitast við að bændur nái sömu.tekjum og aðrar stéttir.
Verð á landbúnaðarvörum á heimsmarkaði er ákaflega
sveiflukennt, vegna mismunandi framboðs og eftir-
spurnar.
FREYR
477
2