Freyr - 01.08.1979, Side 31
mjólkursýni úröllum mjólkurkúnum (einnig
úr geldum kúm), en í nokkrum tilvikum
mjólkursýni úr 2—5 kúm, er voru sérlega
grunaðar um að hafa júgurbólgu.
Margar gerlategundir geta valdið júgur-
bólgu, og er það verkefni rannsóknastofu að
greina þær, meta, á hvaða stigi júgurbólgan
er, og ef um smit með klasagerlum eða staf-
gerlum er að ræða, er mótstaða þeirra gegn
helstu júgurbólgulyfjum jafnframt könnuð
og bændum hverju sinni ráðlagt að nota lyf,
sem hefir fulla verkun.
Þeir gerlar, sem frá upphafi rannsókna
hafa valdið mestu smiti og tjóni, eru gulir
klasagerlar, sem valda um 75% af heildar-
smitinu, og keðjugerill, sem á fræðimáli
heitir streptococcus agalactiae.
Á árinu 1978 bar mest á smiti með eftir-
farandi gerlum:
Gulum klasagerlum .. í 543 júgurhlutum.
Gulum og str. agal. .. í 39 júgurhlutum.
Klasagerlinum (Wood) í 55 júgurhlutum.
Str. agal. (eingöngu) . í 101 júgurhluta.
Annað smit, en í litlum mæli, orsakaðist af
ýmsum öðrum gerlategundum, t. d. greind-
um og ógreindum keðjugerlum, carynebakt.
pyogenes og ógreindum klasagerlum.
í umhverfi kýrinnar finnst jafnan fjölbreytt
safn gerlategunda, sem lifa þar sníkjulífi í
saur og óhreinindum.
Margar þessar tegundir geta valdið ein-
staka júgurbólgutilfellum, þó þeir teljist ekki
eiginlegir smitgerlar (sem bera smit á milli
kúa). Fer það einkum eftir samspili júgur-
hreysti, hreinlæti í fjósi og réttri mjaltatækni,
með gallalausum mjaltavélaútbúnaði.
Ekkert júgurbólgusmit fannst í 3.604 júg-
urhlutum.
Eins og ég hefi oft bent á, þá er magn hvítra
blóðkorna í mjólk góður og öruggur mæli-
kvarði á bólguástand í júgurhluta, hverju
sinni og er það alltaf rannsakað.
Á þessu ári var magn hvítra blóðkorna í
mjólkursýnum þetta:
Guðbrandur E. Hlíðar.
Tafla II.
Magn hvítra blóðkorna/mlTala sýna % Ástand
Undir 500 þús . 3 094 69,82 Gott
500 þús. — 1 000 000 .. 255 5,75 Væg bólga
Yfir 1 000 000 . 1 083 24,43 Krónísk eða
bráð bólga
Júgurbólga, krónisk eða bráð (subklinisk
eða klinisk) fannst í tæplega fjórða hverjum
smituðum júgurhluta, en smit (væg bólga) í
5,75% að auki.
Eins og að vanda var kannað næmi fúka-
lyfja gegn öllum klasagerlum og stafgerlum
vegna þess, að þeir eru oft ekki næmir fyrir
algengustu júgurbólgulyfjum, eða hafa með
tímanum öðlast ónæmi (mótstöðu) gegn
þeim.
Læt ég nægja að gera Ijósan samanburð á
verkan tveggja lyfjategunda, sem mjög eru
notaðar hérlendis.
Mótstöðukannanirnar voru gerðar á 685
gerlastofnum, langmest gulum klasagerlum,
með eftirfarandi niðurstöðu:
Lyf Full verkan (+ ++) %
Penicillin ........ 357 stofnar 52,11%
Orbenin ........... 684 stofnar 99,85%
Þess skal getið, að einstaka tilfellum valda
júgurbólgugerlar, sem hvorugt þessara lyfja
vinnurá.og komaþáönnursérlyftilgreina. Því
FREYR
503