Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1979, Síða 33

Freyr - 01.08.1979, Síða 33
Frá Norrænu bændasamtökunum. Framh. af bls. 478. 2. Greiðslur til bænda fyrir að hætta ákveð- inni grein framleiðslu. í EBE-löndunum hefur bændum, sem hætta mjólkur- framleiðslu og skuldbinda sig til að taka hana ekki upp um ákveðið árabil, verið greiddur styrkur úr landbúnaðarsjóðum EBE, það mikill að þeir verða ekki fyrir verulegri tekjuskerðingu. 3. Styrkir til að breyta um framleiðslugrein hafa verið veittir í EBE-löndunum. í Nor- egi hefur kjarnfóðurskattur á innfluttu kjarnfóðri — hátt kornverð innanlands og viss skömmtun á kjarnfóðri — verið not- aður til að hvetja til meiri kornræktar og minni búfjárframleiðslu í þeim héruðum þar sem kornrækt er möguleg. 4. Verðjöfnunargjald til að jafna halla af út- flutningi er víða tekið. í EBE er slíkt verð- jöfnunargjald tekið af mjólk og mikið not- að til þess að örva mjólkursölu og m.a. til þess að kosta mjólkurgjafir í skóla og greiða niður mjólkurvörur til sjúkrahúsa og ýmissa stofnana. 5. Greiðslur til bænda, sem hætta búskap og lækkaður eftirlaunaaldur hjá bændum. Þessu hefur m.a. verið beitt í EBE, en þykir ekki við hæfi eins og at- vinnuástand er nú í flestum iðnaðar- löndum. 6. „Kvótakerfi“. Oft hafa komið upp raddir um að úthluta beri framleiðslukvótum og áætlanir gerðar um slíkt, þær hafa þó ekki komið til framkvæmda. Mestu erfiðleik- arnir við kvótakerfi virðast vera þeir að ákveða á hvaða grundvelli skyldi ákveða mönnum framleiðslukvóta, svo sem eftir fyrri framleiðslu, bústærö eða öðrum að- stæðum. 7. Eftirlit með bústærð. — Stærðartak- markanir og það að stofnun stórfram- leiðslu sé háð sérstökum leyfum. Löggjöf er um slíkar takmarkanir í ýmsum löndum. Annars staðar er hún mjög til umræðu. Menn voru sammála um að slíkt gæti verið æskilegt víðar m. a. til að hafa áhrif á byggðaþróun. 8. Framlög og/eða framleiðslugjöld sem eru breytileg eftir bústærð, héruðum eða búskaparaðstöðu. í Noregi er mjög mikið um mismunandi framlög og fram- leiðslustyrki eftir bústærð og búskapar- aðstöðu. Slíku ereinnig beitt í Svíþjóð og innan EBE. Á íslandi er rætt um mismun- andi verðjöfnunargjöld eftir fram- leiðslumagni. Menn voru sammála um að þessu væri eðlilegt að beita til að fram- fylgja markaðri byggðastefnu. Hér að framan hefur aðeins verið stiklað á stóru í áliti aðalfundar NBC um þessi mál. En hérerekki rúm til að taka með öll atriði álykt- unarinnar. Síðasta hluta hennar, þar sem rakið var nánar það sem kom fram í um- ræðuhópnum, er að mestu sleppt og verður birting þess að bíða betri tíma. Það sem vakti mesta athygli í umræðunum var það hvað vandamálin eru svipuð og viðhorfin til þeirra hjá forystumönnum bænda á Norður- löndunum öllum virtust vera hin sömu — þrátt fyrir mjög mismunandi aðstöðu til bú- skapar í hinum einstöku lönd.um. Hefðu þeir, sem hæst tala gegn íslenskum landbúnaði, fylgst með þessum umræðum — og eitthvað viljað af þeim læra. Þá ef til vill komist að þeirri niðurstöðu að sérstaða ís- lensks landbúnaðar væri þrátt fyrir allt ekki svo mikil. En kannski hefðu þeir aðeins ályktað sem svo, að forystumenn skandin- aviskra bænda væru engu betri en þeirra ís- lensku? FREYR 505

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.