Freyr - 01.08.1979, Side 34
Stórsekkir fyrir áburð.
Sekkjun áburðar í stærri umbúðiren nú tíðk-
ast eykur afköstin og sparar vinnu þar sem
hægt er að koma slíku við. Norskir bændur
hafa undanfarin ár notað stórsekki frá Norsk
Hydró við geymslu og flutning áburðar. Eru
sekkirnir hífðir með lyftikrók á dráttarvéla-
gálga, sem stungið er í hanka efst á pokan-
um. Skorið er gat á pokann, þegar hann
hangir yfir áburðardreifara eða vagni.
E.T.V. má segja, að hönnun og meðferð
pokanna sé enn á tilraunastigi.
Gerðhefurveriðtilraun meðslíka sekki hér
á landi og var fyllt á þá í Áburðarverksmiðj-
unni og þeir notaðir af Landgræðslunni í
Gunnarsholti. Þeim landgræðslumönnum
lýst mjög vel á þetta fyrirkomulag og telja að
það geti orðið til mikils vinnuléttis, þegar
kominn er sá tækjabúnaður, sem þarf til að
fylla á sekkina og láta þá á bíla.
Bandaríkjamenn kaupa mjólkina í
gallónatali
Einnota flöskur úr plasti í gallónamáli (3,8
lítrar) eru orðnar vinsælastar mjólkur-
umbúða í Bandaríkjunum. Árið 1977 seldist
um helmingur allrar neyslumjólkur vestra í
gallónamáli og meiri hluti umbúðanna var
einnota brúsar úr plasti. Um þriðjungur
mjólkurinnar er seldur í hálfsgallóns
brúsum. Mjólkin er líka seld í pappaumbúð-
um og í fjölnota plastflöskum, en þó í litlum
mæli.
Smásala á mjólk hefur sífellt færst meir til
risakaupgarða (supermarkets). Áður var
mjólkinni keyrt heim til kaupenda, en nú hef-
ur því verið hætt að mestu. Ekki er lengra en
12 ársíðan, að fjórðungur neyslumjólkur var
færður kaupendum heim, en 5% áratug
síðar.
Menn geta valið á milli eins — tveggja —
og þriggja prósenta feitrar mjólkur þar
vestra. Auk þess fæst eggjahvítubætt mjólk.
Fitusnauða mjólkin hefur verið fjöre/na-
bætt.
Mjólkin er gerilsneydd og sölutíminn er
mismunandi eftir ríkjum, þetta 10—14 dagar.
Milljón mjólkurlítrum spillt vegna
fannfergis á Skáni.
Skánskir bændur urðu í vetur að hella niður
milljón lítrum af mjólk, sem þeir komu ekki í
mjólkursamlögin vegna ófærðar eftir ára-
mótin. Stjórnir mjólkurbúanna þar ákváðu,
að auk verðjöfnunargjalds, sem greitt er úr
eigin verðjöfnunarsjóði bænda, skyldi
bændum greitt fullt verð fyrir þá mjólk, sem
spillt var. Allir félagar í mjólkursamlögunum
tóku því á sig að styrkja þá mjólkur-
framleiðendur, sem urðu illa úti vegna fann-
fergis.
Fóðurtankar
Eigum fyrirliggjandi
nokkra turna fyrir laust fóSur.
Turnarnir eru framleiddir úr 1,6 mm
galvaniseruðum stálplötum og rúma 6,5 og
9 tn. af fóðurkögglum (5,5 og 8 tn. af mjöli).
Lögun tankanna er þannig að snigils er ekki
þörf, heldur rennur úr þeim beint inn á
fóðurgang.
VerSiS er mjög hagstætt.
Kaupfélag Arnesinga
BIFREIÐASMIÐJUR — Simi 99-1260.
506
FREYR