Freyr

Volume

Freyr - 15.12.1979, Page 20

Freyr - 15.12.1979, Page 20
Agnar Guðnason: Framleiðslukvóti á sauðfjár- og nautgripaafurðir Nokkurs misskilnings virðist gæta hjá mönnum varðandi framkvæmd kvóta- kerfisins, sem ákveðið var í lögum, sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Héráeftirverðurstuttlegagerð grein fyrir þessu kvótakerfi með nokkrum dæmum. Rétt er að taka fram, að mjög mikil óvissa er enn um framkvæmd kvótans. Það er ekki vitað um, hvort breytingar verða gerðar á útflutningsbótum, það veitenginn um, hver innanlandssala verður á búvörum næsta ár, og ómögu- legt er að segja fyrir um framleiðslu ársins. Skerðing á greiðslum til bænda getur því orðið minni en gert er ráð fyrir nú, og hugsanlega gæti hún orðið meiri. Við útreikning á kvótanum er miðað við óbreytt ástand, en að sjálfsögðu verður að taka kerfið til endurskoðunar, ef forsendur breytast. Minni framleiðsla, hlutfallslega hærra einingaverð. Bændum er það í sjálfsvald sett, hvort þeir auka framleiðsluna, halda henni óbreyttri eðadragasaman. Framleiðendurfáfulltverð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, en út- flutningsverð fyrir það, sem umfram er. Þetta er frábrugðið því kerfi, sem bændur hafa búið við fram að þessu, að því leyti, að þeir, sem framleiða mest, munu taka á sig hlutfallslega meiri halla af útflutningi en verið hefur. Það má einnig halda því fram, að bóndi, sem dregur saman framleiðsluna af sjálfsdáðum, miðað við það, sem hann framleiddi undanfarin þrjú ár, verði verð- launaður með hærri greiðslum fyrir afurð- irnar en hann hefði fengið miðað við óbreytta framleiðslu eða aukna framleiðslu. í ályktun Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 12. október sl. segir: ,,Verði samdráttur í búvöruframleiðslu einstakra framleiðenda frá viðmiðunarárunum, minnkar verðskerð- ing um 1 prósentustig fyrir hvert 1% fram- leiðsluskerðingar“. Kvóti mjólkurframleiðenda. Eftirfarandi dæmi skýra nokkuð, hvernig þessi kvóti er hugsaður: Mjólkurframleiðandi hefur lagt inn í mjólkursamlag að meðaltali undanfarin 3 ár 60.000 lítra af mjólkáári. Á árinu 1980 leggur hann inn sama mjólkurmagn, hann fær fullt 826 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.