Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1983, Page 9

Freyr - 01.12.1983, Page 9
Endurskoða þarf leiðbeiningastarfsemi búnaðarsambandanna segirÆvarr Hjartarson héraðsráðunautur. Starf mitt er einkum við framkvœmdarstjórn Búnaðarsambandsins og meiri hluti tíma mínsfer í að sinna því, auk þess sem afleysingaþjónustan er á mínum vegum. Pá höfum við Guðmundur Helgi verið að fást svolítið við nýtt form í búreikningum á liðnu ári og nú á þessu ári. Ég hef reynt að sinna loðdýrarcektinni ofurlítið, en tími til þess hefur verið af skornum skammti. Búreikningar með nýju sniði Hér á svæðinu halda tólf eða þrettán bændur búreikninga fyrir Búreikningastofuna og þeim hefur ekki fjölgað á liðnum árum. Nú er hér í gangi tilraun með nýja gerð búreikninga til þess að fá fleiri með og reyndar líka til þess að gera þetta á auðveldari hátt en tíðkast hefur. Það er reist á því að við nýtum okkar tölvutækar upp- lýsingar úr viðskiptareikningum bænda í kaupfélaginu. Þar í gegn fer mestur hluti viðskipta bóndans. Við reynum að vinna þetta þannig að það sé auðvelt fyrir bóndann að koma þessu á rétta rekstrar- og tekjuliði. Þetta hefur lukkast allvel en reynslan hefur sýnt okkur ýmsa annmarka sem við reyndum að breyta til bóta um sl. áramót. Hvað er langt í það að farið verði að nota tölvur við leiðbeiningaþjónustu hér líkt og gert er í Danmörku? Það er kannski spurning um það hvað þær leiðbeiningar geta verið víðtækar með tölvunotkun en við stefnum að því að hagnýta okkur þessa tækni. Við höfum rætt við Kaupfélag Eyfirðinga um það að komast í beint samband við tölvu- deild þeirra á þessu ári. Það er að vísu nokkuð dýrt, en ég álít að það ætti að auka mjög afköst við leiðbeiningar. Við höfum hug á % UaJÍé m ’J'ý1 á 19 1Gm 9 A i B / kaffihléi í Óseyri 2. F. v. Sigtryggur Stefánsson, Ólafur Vagnsson, Guðmundur Helgi Gunnarsson, Bjarni Guðleifsson, Guðmundur Steindórsson, Jósavin Gunnarsson og Þórarinn Lárusson. (Ljósm. J. J. D.). FREYR — 937

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.