Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1983, Page 11

Freyr - 01.12.1983, Page 11
Sveinberg í Túnsbergi og ráðunautarnir Guðmundur Helgi og Ólafur Vagnsson virða fyrir sér uppskeruhorfur í Túnsbergi. (Ljósm. Sigurgeir Ólafsson). Eyfirskir bændur nota mikið leiðbeiningaþjónustuna Fréttamaður Freys spurði Ólaf Vagnsson hvort menn notfærðu sér mikið leiðbeiningaþjónustuna. Já, það hefur verið hér til margra ára jöfn og mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu sagði Ólafur. Það eru að vísu mikið sömu bændurnir sem nota sér þetta ár eftir ár. Þegar best er lætur allt að helm- ingur bænda taka heysýni árlega, en um þriðjungur bænda eru fastir viðskiptamenn. Með jarðvegssýni hefur sá hátt- ur verið hafður á að teknir eru fyrir tveir eða þrír hreppar árlega. Farið er á hvern bæ og mönnum er boðið að tekin séu jarðvegssýni en síðan er leiðbeint út frá því um áburðarnotkun. Þetta hefur verið gert á fimm til sex ára fresti. Nú stendur til að breyta þessu þannig að menn verði sjálfir að óska eftir sýnatöku. Þið gefið út fréttabréf? Já, það hefur komið út í tíu ár og hefur mælst vel fyrir. Fréttabréfin eru örstutt, einblöðungur upp á fjórar blaðsíður. Reynt er að velja efni eftir því sem á við í hvert skipti. Þetta eru stuttar greinar og menn telja að þeir lesi þetta betur en ef þeir fá meira magn í einu. Fréttabréf hafa orðið tvö til átta á ári. Fyrir tæpum tveimur árum var þess farið á leit við nokkra aðila, sem vinna í þjónustu bænda að þeir styddu útgáfuna. Var því vel tekið og nú styrkja þessa útgáfu Fóðurvörudeild Kaupfélaganna hér við Eyjafjörð (KEA og Kf. Svalbarðseyrar) Mjólkursamlag KEA og Skógræktarfélag Eyfirð- inga og embætti byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis. Ennfremur hefur Búnaðarsambandið gefið út sérstakt ársrit í rúm tíu ár. Finnst þérviðhorf bændatil leiðbeiningaþjónustu hafa breyst síðan þú byrjaðir að starfa hér 1968? Já, ég held að segja megi að það hafi alveg gjörbreyst á þessu ára- FREYR — 939

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.