Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1983, Side 12

Freyr - 01.12.1983, Side 12
bili. Við Ævarr Hjartarson og Stefán Þórðarson vorum starfandi þarna þrír fyrst í nokkur ár og á þessum tíma var lítið um það að bændur kæmu hingað til skrafs og ráðagerða. Þá var þjónusta við heyefnagreiningar ekki byrjuð, en jarðvegssýnataka og áburðaráætl- anir voru rétt að byrja. Ég er ekki í vafa um það að þessi starfsemi hefur leitt til þess að samskipti ráðunauta og bænda hafa stór- aukist, vegna þess að fyrstu árin var yfirleitt reynt að heimsækja alla bændur með þessar niðurstöð- ur og gera með þeim áburðaráætl- anir og fóðuráætlanir. Eruö þið með eitthvað nýtt á prjónunum í leiðbeiningum? Ég veit ekki hvort hægt er að flokka það undir nýjungar beint, en við höfum talað um það að kannski væri ástæða til að reyna að taka fyrir sérstaka þætti í leiðbeiningastarfinu á hverju ári, og þá e. t. v fleiri en einn þátt og reyna að sinna þeim sérstaklega sbr. ár aldraða eða umferðarár. Á þessu ári reyndum við að leggja áherslu á leiðbeiningar í nautgriparækt, einkum beit mjólkurkúa. í öðru lagi eru súg- þurrunarmál á dagskrá. Súgþurrk- unarkerfi hafa verið mæld. Reyndar voru gerðar mælingar á þeim nokkrum bæjum í sumar 1982 og þá kom í ljós að ákaflega víða er pottur brotinn, súgþurrk- unin virðist ekki skila því sem hún á að gera. Mælingar í sumar sýndu hið sama. Fyrirsjáanlegt er að auka verð- ur leiðbeiningar í loðdýrarækt, því hún er vaxandi í héraðinu og margt sem bendir til að hún geti orðið gildur þáttur í búskap hér. Þá er þess að geta að allmargir bændur hér í Eyjafirði færa bú- reikninga í samvinnu við Búnaðar- sambandið og Búreikningastofu landbúnaðarins og hefur Ævarr Hjartarson og Guðmundur Helgi Gunnarsson umsjón með því. Bændur hér um slóðir virðast almennt vera að átta sig á því að þeir eigi rétt á afleysingaþjónustu og fyrirsjáanlegt er að þar verði um að ræða mikið starf við að sinna því. Hér eru tveir menn fastráðnir til afleysinga allt árið og þar að auki eru hér alltaf einhverjir laus- ráðnir. Oft dugar þetta ekki og þá er reynt að leysa úr aðkallandi vandamálum. Stundum geta bændur sjálfir bent á mann sem er fáanlegur, eða við þekkjum ein- hvern sem er á lausum kili. Mikil vinna fer í að skipuleggja þetta, og mun aukast ef afleysingar vegna orlofs bænda komast á. Hlutfallslega margir bændur eru í sauðfjárræktarfélögum. Sauðfjárræktarfélög eru starfandi í öllum sveitum á félagssvæðinu og mest af kynbótastarfinu fer fram á vegum þeirra. 136 fjáreigendur skiluðu skýrslum fyrir síðasta skýrsluár, en skýrslufærðar ær voru 14 582, eða yfir 30% af fjölda áa á sambandssvæðinu. Miðað við landið allt er það hátt hlutfall, en Strandamenn og Þing- eyingar eru með hærra hlutfall. Afurðir eru breytilegar eftir árum, en síðustu þrjú ár hafa afurðir eftir hverja skýrslufærða á verið 24,2 kg, sem er 2 kg yfir landsmeðaltali á síðasta ári. Þetta byggist m. a. á því að bændur hafa talsvert verið að fækka hjá sér fé á svæðinu og menn hafa grisjað úr hjá sér lakar ær. Þá er þess að geta að hér hafa verið gerðar afkvæma- rannsóknir á veturgömlum hrút- um á vegum tveggja sauðfjárrækt- arfélaga, Fjárræktarfélags Skriðu- hrepps og Fjárræktarfélagsins „Freys“ í Saurbæjarhreppi. Hrút- arnir hafa verið notaðir lambs- veturna á valdar ær og afkvæmin skoðuð. Öllum tvflembingshrút- um hefur verið slátrað. Föllin hafa verið mæld og stiguð og samtals hafa verið rannsakaðir þannig ár- lega 20—30 hrútar og á grundvelli þessara kjötrannsókna hafa nokkrir þeir álitlegustu verið vald- ir til áframhaldandi kynbóta. Sauðfjársæðingastöð Norðurlands. Ólafur Vagnsson er forstöðumað- ur Sauðfjársæðingarstöðvarinnar á Akureyri. Stöðin var stofnuð árið 1964 og þjónar Norðurlandi en einnig síðustu árin bæði Vest- fjörðum og Austurlandi. Á stöð- inni eru 13—14 hrútar og sagði Ólafur að starf við stöðina væri talsvert umfangsmikið, einkum stæði oft glöggt með að koma dropanum í tæka tíð til fjarlægra héraða í vondum veðrum. Mætti engu muna þar sem beiðslistími ánna er yfirleitt orðinn samstilltur með hormónasvömpum. Nú eru sæddar yfir 2000 ær í Eyjafirði á ári, en frá stöðinni fara árlega allt að tíu þúsund sæðis- skammtar. Frh. á bls. 947. 940 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.