Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1983, Side 13

Freyr - 01.12.1983, Side 13
Heyannadagur á Hríshóli í Saurbœjarhreppi. (Ljósm. J. J. D.). Tölvuvinnsla á áburðarleiðbeiningum og athuganir á virkni súgþurrkunar eru nýjustu verkefnin. Viðtal við Guðmund Helga Gunnarsson ráðunaut BSE Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur leiðbeinir um áburðarnotkun með hliðsjón af jarðvegsefnagreiningum. A hverju ári hafa verið teknir fyrir ákveðnir hreppar í Eyjafirði og þannig er búið að fara þrjár umferðir yfir allt búnaðarsambandssvœðið þar sem öllum hefur verið boðið upp á þessa þjónustu. Þegar niðurstöður liggja fyrir á út- mánuðum eða á vorin eru bœndur heimsóttir aftur og þá gerðar áburðaráœtlanir með þeim út frá þessum niðurstöðum. Jarðvegsefnagreiningar — áburðarpantanir. Við höfum haft þann sið segir Guðmundur að senda út dreifibréf seinnipart sumars og eru bændur beðnir um að láta vita af þeir óska eftir að láta taka sýni úr ein- stökum túnum eða kartöflugörð- um. Sýnin eru efnagreind á Rannsóknastofu Norðurlands. Margir bændur leita til okkar á haustin og láta okkur gera áburð- arpantanir og áburðaráætlanir með sér og svo koma þeir á vorin aftur þegar þeir fara að bera á. Þetta verkefni hefur komið tals- vert í minn hlut og fer vaxandi að eyfirskir bændur hagnýti sér þessa þjónustu. Meira að segja koma sumir með pappírana og skilja þá eftir hérna á borðinu og ég geng frá pöntuninni og fer með hana upp í kaupfélag. Tölvuvinnsla fyrirhuguð. I framhaldi af þessu er hugmyndin hjá okkur sú að reyna að láta tölvuvinna þetta til þess að geta þjónað fleirum á þennan hátt. Ætlunin er að nýta þá vitneskju FREYfí— 941

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.