Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 14
ásamt leiðbeiningum um úrbætur í súgþurrkuninni (sjá einnig grein í Frey nr. 11, 1982 eftir Þ.L., G.H.G og A.T) þar sem loftmótstaða hafði mælst óeðlilega mikil. Guðmundur Helgi Gunnarsson. sem við höfum um túnin frá jarð- vegs- og heyefnagreiningum, ásamt upplýsingum um túnastærð og mata tölvu á þeim. Á þennan hátt er hægt að tölvuvinna verkið fyrir miklu fleiri bændur. , 'j Hér á sambandssvæðinu eru ár- lega tekin um 500 heysýni hjá um 150 bændum. Sumir óska eftir sýnum á hverju ári, en öllum stendur það til boða. Áður voru flestallir bændur heimsóttir, sem létu taka heysýni og þá var gerð með þeim fóðuráætlun út frá niðurstöðum heyefnagreininga. En síðan hafa verkefnin aukist og ég hef ekki komist í þetta síðustu árin, enda fannst mér að þeir sem ég var búinn að heimsækja oft í sambandi við þessar heyefna- greiningar ættu að geta bjargað sér með þetta sjálfir. Ég hef þó reynt að heimsækja þá bændur þar sem eitthvað var athugavert við heyin og eins þá sem eru að byrja að taka sýni í fyrsta sinn. þessara mælinga keypti Ræktun- arfélag Norðurlands og lét okkur í té til afnota, en þau ganga á milli búnaðarsambandanna á Norður- landi. Við skráum hlöðustærðir, teg- undir blásara og stærð þeirra og afl véla. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar vegna leiðbeininga síðar. Við reynum svo að mæla afköst blásara, þ. e. loftstreymið upp úr heystæðu til þess m. a. að sjá hvernig heyið hefur verið látið í hlöðuna. Niðurstöður þessara mælinga eru sendar bændum Hvað leiddu athuganir ykkar í Ijós? Virkni í súgþurrkun er víða verri en við áttum von á. Víða eru afköstin of lítil miðað við hlöðu- stærð og mótstaða í heyi var allmisjöfn. Minni mótstaða mæld- ist í hlöðum með stokkakerfum en í hlöðum með rimlakerfum. Við skoðuðum líka stærð inn- taksopa og opa á hlöðunum. Sumsstaðar voru óhreinindi fyrir blásaraopi, hey á neti. Á einum stað jukust afköst blásara um 1,7 m3/sek eftir að inntaksopið hafi verið hreinsað. Annarsstaðar voru samskeyti blásara og stokks óþétt. Nú er unnt að fá afkastameiri tæki en áður, sem nauðsynleg eru við margar þessar stóru hlöður. Á sl. ári var farið að nota viftur sem skila meiri afköstum miðað við orkunotkun heldur en þeir blásar- ar sem notaðir hafa verið, og einnig eru að koma á markað afkastameiri og hagkvæmari blás- arar. J.J.D. Athugun á súgþurrkun. í Eyjafirði er súgþurrkun á flest- um býlum. Við vitum ógerla í hvernig ástandi hún er á bæjunum og því fannst okkur að ástæða væri til þess að kanna það. Þess vegna m. a. byrjuðum við að mæla súg- þurrkun í hlöðum sumarið 1982 og aftur í sumar sem leið. Tæki til Á Rannsóknarstofu Norðurlands eru efnagreind hey- og jarðvegssýni frá öllu Norðurlandi. Bjarni Guðleifsson og Gunnfríður Hreiðarsdóttir við vinnu sína. (Ljósm. J. J. D.j. 942 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.