Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1983, Page 17

Freyr - 01.12.1983, Page 17
Hjörtur á Tjörn veitti fyrstu sœðingastöð- inni forstöðu. Hér er hann að blanda nautasœði árið 1948. Dimma 70 í Syðra-Holti entist vel og mjólkaði mikið af góðri og feitri mjólk. Syðra-Holts hjónin, Ásdís og Sigurður, hafa lengi átt eitt af afurðasömustu kúabúum á landinu. En þau hafa líka átt góða hesta. Pessir gœðingar eru hálfbræður. Stígandi, sem Sigurður silur, lék Hvíting t kvikmyndinni „Landi og sonum". Ásdís situr Smára. lengi verið með eitt af afurða- sömustu kúabúum á landinu. Fengu þau verðlaun BSE 1983 fyrir góðan árangur í nautgripa- rækt, en þeir Hríshólsfeðgar Hreinn og Sigurgeir og Viðar á Brakanda höfðu áður fengið þau verðlaun. Eyfirðingar hófu fyrstir hér á landi að sæða kýr árið 1946 og stofnuðu þá nautastöð og sæð- ingastöð á Grísabóli á Akureyri. Hjörtur E. t>órarinsson, nú bóndi á Tjörn veitti henni forstöðu fyrstu árin. Allt sæði kemur nú frá Nautastöð Búnaðarfélags íslands á Hvanneyri. Sæðingarmenn í Eyjafirði eru þeir Hermann Jóns- son, Páll Jónsson Rafn Arin- björnsson sem hefur bækistöð á Dalvík og Gunnsteinn Sigurðsson. Guðmundur er í stjórn Ung- mennasambands Eyjafjarðar og gegnir þar gjaldkerastörfum. Það hefur alltaf verið gott á milli U.M.S.E. og Búnaðarsam- bandsins sagði Guðmundur. Með- an þessi tvö félagasamtök leigðu húsnæði í gömlu byggingunni á Óseyri 2 styrkti BSE Ungmanna- sambandið með því að borga húsaleigu þess. Og eftir að BSE flutti í sitt eigið húsnæði þarna 1982, lét það U.M.S.E í té endur- gjaldlaust skrifstofu og fundarað- stöðu. Þessi stuðningur er auðvit- að afar mikilsverður fyrir Ung- mennasambandið. Og Guðmund- ur sýnir mér skrifstofu U.M.S.E. sem er prýdd myndum og munum frá félagsstarfinu og oddveifum og fánum sambandsfélaga og annarra samtaka. J.J.D. FfíEYfí — 945

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.