Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1983, Side 23

Freyr - 01.12.1983, Side 23
Tafla 1. Meðalfóðurgildi. Þriggja ára meðaltöl. A TAÐA. Tímabil Fjöldi sýna kg/FE %-Hrá- prót. Ca (g/kg) P (g/kg) Fengigildi 1/12—10/1 14 1.90 12.4 Mið-vetur 10/1—5/4 34 2.13 11.3 5/4-ær látnar út 21 1.74 11.1 2.5 2.6 Úti eftir burð 13 1.88 12.0 B GRASKÖGGLAR 35 1.34 10.7 2.9 2.2 C. FÓÐURBLANDA 11 1.01 14.5 12.7 8.1 Uppgefin samsetning fóðurblöndu: Maísmjö! .... 79—80 % Hveitiklíð 6 % Kjötmjöl .. 6—10 % Fiskimjöl 3—6 % Stewart-salt 2 %. 1 gjöf og safnað saman í 7—10 daga, en þá tekið úr safninu eitt sýni til efnagreiningar. Auk þess voru við og við efnagreind sýni úr stæðu. Ærnar voru vigtaðar sjö sinnum frá hausti til vors og gefin stig fyrir holdafar við sex vigtanir. Lömbin voru vegin nýfædd, við rúning, þau sem þá náðist til, og í lok september fyrir slátrun. Við uppgjör var beitt aðferð minnstu kvaðrata (Harvey, 1976). Leiðrétt var fyrir þeim þáttum, sem raunhæf áhrif höfðu á við- komandi eiginleika, og er þeirra getið í töfluhausum. Við uppgjör á vaxtarhraða, þunga á fæti og fall- þunga lamba, voru undanskilin þau lömb, sem voru sjáanlega vanheil eða undan sjúkum ám. Niðurstöður. 1. Fóður og fóðrun. Tafla 1 sýnir meðalfóðurgildi töðu, grasköggla og fóðurblöndu öll árin. Taða og graskögglar voru all- breytileg að gæðum frá ári til árs. Best var taðan að meðaltali vetur- inn 1979—1980 (1.76 kg/FE) en lökust veturinn 1980—1981 (2.02 kg/FE). Graskögglarnir voru svip- aðir að orkugildi fyrri tvö árin (1.28 og 1.31 kg/FE) en lélegastir veturinn 1981—1982 (1.42 kg/ FE). Meðalprótein kögglanna var 12.1% fyrsta árið en aðeins 10% seinni tvö árin. A hverjum vetri var leitast við að gefa bestu töð- una um fengitíð, seinni hluta vetrar og um burð, en lakasta taðan gefin um miðjan vetur. Tafla 2 sýnir meðalát ánna í FE eftir flokkum öll árin. Rétt er að taka fram, að fengieldi var smá- aukið á bilinu 1.—10. des. er fullu eldi (0.9 FE/á/d) var náð; þar af leiðandi kemur hámarkseldið ekki fram í töflunni. Ljóst er, að töðu- flokkarnir (fl. 2 og 3) átu fyllilega til jafns við fóðurblönduflokkinn (fl. 4) fram að burði, mælt í FE, en því marki gat graskögglaflokkur- inn (fl. 1) ekki náð, þar sem fóður hans, talið í kg. var bundið fóð- urmagni í fl. 4., og fóðurgildi kögglanna reyndist að jafnaði 33% lægra en í fóðurblöndunni, skv. efnagreiningum. Át bornu ánna er vegið meðaltal af inni- og útifóðrun. Á innistöðu eftir burð, sem var að jafnaði 4—5 dagar, var heyát ánna ekki nákvæmlega metið en áætlað jafnt í alla flokka, 1.80 kg/á/dag. Þetta er sama magn og mælst hefur í bornar tvílembur á Hesti í sex ára tilraunum (Stefán Sch. Thorsteinsson, 1975). Eftir að ærnar voru látnar út á tún var þeim gefin taða eftir því hve vel þær átu upp. Meðalát (kg/á/dag) á túni öll Tafla 2. Étið fóður FE/á/dag. Meðaltöl þriggja ára. Fengigildi Miðvetur Vor: 5/4 Eftir Allt Samtals Flokkur 1/12-10/1 10/1-5/4 -burður burð tímabilið FE Meðal- dagafj. 41 85 42 18 186 dagar 1 0.76 0.57 0.84 0.89 0.70 130.9 2 0.85 0.62 0.96 1.00 0.78 145.9 3 0.48 0.73 136.5 4 0.85 0.61 0.93 0.95 0.77' 142.9 FfíEYfí — 951

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.