Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1983, Qupperneq 27

Freyr - 01.12.1983, Qupperneq 27
í graskögglaflokknum og 730 g minni en í fóðurblönduflokknum, og er munurinn í báðum tilfellum raunhæfur (p < 0.01). Einlemb- ingar í 3. flokki, sem fékk ein- göngu töðu, voru léttastir og er sá munur raunhæfur miðað við hvern hinna flokkanna um sig. Benda má á að munurinn, sem fram kom í vaxtarhraða einlembinga fyrir rúning milli 2. og 3. flokks, skilar sér að hausti sem 700 g munur á fallþunga, en tvflembingar þessara flokka voru því nær jafnþungir, enda uxu þeir jafnhratt um vorið. Umræða og ályktanir. Af framangreindum niðurstöðum er ljóst, að fóðrun á töðu ein- göngu allan gjaftímann samkvæmt því skipulagi sem hér hefur verið lýst, kom ekki niður á frjósemi ánna en nægði þó ekki til að ná sömu afurðum eins og þegar not- að var kjarnfóður með heygjöf- inni allan veturinn. Ennfremur er ljóst, að þessi munur varð ekki bættur upp að fullu, þótt gefin væru 500 g af fóðurblöndu á dag eftir burðinn. Það er umhugsun- arefni, hvers vegna töðu-ærnar fæddu 5.4% léttari tvílembinga en grasköggla-ærnar og 8.8% léttari en fóðurblönduærnar, þrátt fyrir að heddarát þeirra fram að burði væri fyllilega til jafns við fóður- blöndu-ærnar og 11,0% meira en át grasköggla-ánna, í FE talið. Þetta er erfitt að útskýra, en eftir- talin fjögur atriði koma til greina sem hugsanlegar skýringar. 1) Að taðan sé ofmetin, gæði eða magn. Hvað gæðin varðar, þá er mat þeirra byggt á miklum fjölda sýna, og breytileiki þeirra lítill innan hvers fóðrun- artímabils. Varðandi magnið skal tekið fram, að slæðingur var nánast enginn hjá 1. og 4. flokki, sem fengu 1 kg á dag, en kom fyrir hjá töðu-ánum, þótt í litlu mæli væri. 2) Taðan var öll árin fyrir neðan meðallag í hrápróteininnihaldi, og er víst, að próteinþörf var ekki fullnægt í töðuflokkunum síðustu 3—4 vikurnar fyrir burð. Þótt ærnar í flokkum 1 og 4 hafi ekki étið meira hrá- prótein á dag þennan tíma, má ætla, að prótein-nýting þeirra hafi verið mun meiri. 3) Ætla má, að orkunýting kjarnfóðurflokkanna hafi verið betri en töðuflokkanna. 4) Ekki er hægt að útiloka stein- efna- eða snefilefnaskort í töðunni. Að síðustu skal gerð nokkur grein fyrir fóðurkostnaði á fram- leitt kg kjöts eftir tilraunaflokk- um. I þeim samanburði er reiknað með sömu frjósemi, 1.76 lömb/á, og vanhöldum f öllum flokkum, þar sem ekki var um raunhæfan flokkamun að ræða á þessum þáttum. Fóðurkostnaður er reiknaður út frá áætluðu kostnaðarverði á heyi hjá Búnaðarfélagi íslands haustið 1983, 3,40 kr. á kg og verðlagi á graskögglum, 9,15 kr. á kg., og fóðurblöndunni sem notuð var í tilrauninni, 10,90 kr. á kg, hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1. nóv- ember 1983. Séu þessar tölur lagðar til grundvallar, verður fóð- urkostnaður pr. vetrarfóðraða á sem hér segir: 1. flokkur .... 1078,57 kr. 2. flokkur .... 982,47 kr. 3. flokkur .... 881,14 kr. 4. flokkur .... 1157,77 kr. Hlutfallslegur fóðurkostnaður pr. kg dilkakjöts verður þá eftir- farandi: 1. flokkur ............. 118 2. flokkur ............. 110 3. flokkur ............. 100 4. flokkur ............. 124 Greinilegt er, að töðuflokkur- inn kemur hagstæðast út úr þess- um samanburði, enda þótt afurðir Tafla 8. Þungi lamba á fæti. Leiðrétt fyrir ári, samspili árs og burðar; aldri og kyni lambs; aldri, einkunn og þunga móður 1. des. árið áður. Öll lömb reiknuð scm Einlembingar Tvflcmbingar tvflembingar Flokkur Tala kg Raunh.+ Tala kg Raunh. Tala kg. Raunh. 1 .......... 52 418 a 164 314 a 216 314 ac~ 2 ............. 39 42.8 a 175 34.5 b 214 34.9 ab 3 ............. 47 41.5 b 163 34.5 b 210 34.2 b 4 ............. 48 43.4 a 168 36.0 a 216 36.0 c Tafla 9. Fallþungi lamba. A. Áhrif meðferðar. Leiðrétt fyrir ári, samspili árs og burðar; aldri og kyni lambs; einkunn og þunga móður 1. des. árið áður. Öll lömb, reiknuð Einlembingar Tvflembingar sem tvflcmbingar Flokkur Tala kg Raunh. Tala kg Raunh. Tala kg Raunh. 1 .............. 52 17.74 a 164 14.24 a 216 14.24 ac 2 .............. 39 17.65 a 175 13.80 b 214 13.97 a 3. '....,....... 47 16.95 b 163 13.74 b 210 13.61 b 4............... 48 17.94 a 168 14.50 a 216 14.47 c B. Áhrif árs. Reiknað innan flokka; leiðrétt fyrir aldri og kyni lambs; aldri, einkunn og þunga móður 1. des. árið áður. Öll lömb, rciknuð Einlembingar Tvflcmbingar scm tvflcmbingar Ár Tala kg Tala kg Raunh. Tala kg 1980 ......... 68 17.38 • 222 1443 a ~29Ö 14.15 1981 ......... 55 17.75 236 14.06 b 291 14.15 1982 ......... 63 17.62 212 13.72 c 275 13.92 FREYR — 955

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.