Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1983, Side 29

Freyr - 01.12.1983, Side 29
„Bændur eru ekkert annars flokks fólk“ segir Sigtryggur Stefánsson, byggingafulltrúi á Eyjafjarðarsvæðinu í hressilegu viötali við Frey Eftirlit með byggingaframkvæmdum ífjórtán hreppum við Eyjafjörð og ráðgjöfvið þœr er starf Sigtryggs Stefánssonar, byggingafulltrúa á svœðinu og aðstoðarmanns hans Jósavins Gunnarssonar, byggingameistara. Þeir hafa vinnustofu í „Búnaðarhúsinu“, Óseyri 2, á Gleráreyrum á Akureyri. Fréttamaður Freys hitti Sigtrygg að máli og spurði hann um starf þeirra. Sigtryggtir við vinnu sína. Byggingafulltrúar hafa samkvæmt lögum og reglugerð eftirlit með byggingum. Væntanlegir húsbyggj- endur leggja inn teikningar sínar á skrifstofu byggingafulltrúa, en þeir leggja þær síðan fyrir bygg- inganefndir. Fyrsta aðgerðin er svo að velja byggingastæði og mæla fyrir húsum, síðan almennt byggingaeftirlit og loks að meta byggingar vegna lántöku o. fl. Eftirlit og ráðgjöf. Flins vegar er byggingafulltrúa- embætti í dreifbýli utan skipu- lagða staða dálítið öðruvísi heldur en í þorpum og bæjum, einkum að því leyti að við höfum samning við Stofnlánadeild landbúnaðarins um sérstaka þjónustu handa bændum. Hún er í því fólgin, að við látum Byggingastofnun land- búnaðarins í té upplýsingar, mæl- ingar og annað af fyrirhuguðum byggingunum og við aðstoðum þá einnig við að útvega teikningar og annað slíkt. Þessi þjónusta er eiginlega algjört brot á hinni al- mennu byggingareglugerð, þar sem byggingafulltrúar mega ekki veita leiðbeinandi þjónustu, held- ur eiga að sjá til þess að farið sé eftir þeim teikningum og þeim upplýsingum sem húsbyggjandi hefur fengið hjá öðrum. Þetta hefur fylgt með vegna þess að það var talið æskilegt kostnaðarins vegna við rekstur þessa embættis að hafa náið sam- band við Stofnlánadeildina og hún tekur að hluta þátt í rekstri þess. Hér var fyrst á landinu farið að vinna eftir hinni nýju reglugerð um áramótin 1980/1981. Mitt gamla svæði, Norðurlandskjör- dæmi eystra, skiptist í tvennt og fékk hvor hlutinn sinn bygginga- fulltrúa, Þingeyjarsýslurnar og Eyjafjarðarsvæðið, en því fylgja þrír hreppar úr Suður-Þingeyjar- sýslu vegna nálægðar við Akur- eyri. Reksturinn hér hefur gengið mjög vel. Þjónusta við fjórtán hreppa. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru 14 hreppar, þ. á m. Grímsey. Við skiptum svæðinu í tvö bygginga- nefndarsvæði, þannig að það eru tvær sjö-manna bygginganefndir; einn fulltrúi frá hverjum hrepp. Einn fulltrúi frá bygginganefnd er í stjórn þessa embættis til skiptis. 1 stjórninni eru þrír menn: einn frá bygginganefndunum, einn frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og einn frá sýslunefnd, það er sýslu- maður og hann er formaður nefndarinnar. Til þess að gera nú ekki þetta að neinu bákni náðist samkomulag um það að allt bókhald, allar innheimtur og greiðslur yrðu hjá sýslumannsembættinu. Bygginganefndirnar halda fundi eftir því sem ég tel að þörf sé á. Nefndarmenn fá greiðslur fyrir akstur milli heimilis og fundar- staðar sem er skrifstofa bygginga- fulltrúans hér á Akureyri. Sem dæmi héldum við tíu fundi í báð- um nefndum á sl. ári. Maður reynir kostnaðarins vegna að FREYR — 957

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.