Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1983, Qupperneq 32

Freyr - 01.12.1983, Qupperneq 32
Óttar Geirsson jarðræktarráðunautur Áburðarkalk og skeljakalk íslenskir bændur eiga nokkurra kosta völ, þegar þeir þurfa að bera kalk á tún eða í annað rœktunarland. Ég vil nú geta þeirra helstu. I. Áburðarkalk frá Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi. Þetta er skeljasandur af botni Faxaflóa, hreinsaður og kornaður með Kjarna svo að dreifing er auðveld. Kornunin með Kjarna veldur því að í kalkinu er köfunar- efni. í áburðarkalki eru 4% köfn- unarefni og 32% kalsíum. Af tilraunum með áburðarkalk- ið að dæma nýtist köfnunarefnið jafn vel og köfnunarefni í öðrum áburði, ef það er borið á á sama tíma. Áburðarkalkið er því öðrum þræði köfunarefnisáburður. í einu tonni af áburðarkalki eru 40 kg af hreinu köfnunarefni. Vegna köfn- unarefnisins er óráðlegt að bera meira en 2Vi—3 tonn af kalki á ha í einu. Bændur fá áburðarkalk á nokk- urn veginn sama verði, hvar sem er á landinu. Árið 1983 kostaði tonnið 1 400 kr. komið á bíl í Gufunesi, en reikna má nteð nokkru hærra verði eða 1 500 til 1 700 kr. á útsölustöðum úti um land. Kílóið af köfnunarefni kost- aði á sama tíma kr. 18,22. Verð- mæti 40 kg af N í einu tonni kalks er því 728 kr. Samkvæmt jarð- ræktarlögum fæst ríkisframlag vegna kölkunar túna. Ríkisfram- lagið nemur 50% af kaupverði kalksins. Eins og að framan getur er óráðlegt að bera meira af áburðar- kalkinu en 2Vi—3 tonn á ha í einu, en í því magi eru 100—120 kg af hreinu köfnunarefni. Ef þörf er á stærri kalkskömmtum til að koma sýrufari túnsins í viðunandi horf, verður að vinna verkið í áföngum og bera 2!4—3 tonn af kalkinu á í tvö eða fleiri ár eftir þörfum, e. t. v. með nokkurra ára milli- bili. Þegar kalk er borið ofan á grasrót í túni, situr kalkið í efstu tveimur cm jarðvegsins. Smám saman leysist það upp og berst með jarðvatni neðar í jarðveginn. Öðru máli gegnir þegar kalki er blandað saman við efsta jarðvegs- lagið með herfi eða jarðvegstæt- ara. Þá dreifist kalkið strax meira. Þegar kalk er borið ofan á grasrót- ina er óráðlegt að bera á mjög stóra skammta í einu. og þá er áburðarkalkið hentugasta kalk- tegundin. II. Skeljasandur. Hjá Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi og Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi er hægt að fá keyptan skeljasand eins og hann kemur af botni Faxaflóa, þ. e. ókornaðan og óhreinsaðan. Kalk- magnið í sandinum er dálítið mis- munandi. Ókornaður og óhúðaður skelja- sandur er mun ódýrari en áburð- arkalkið og kostaði í Gufunesi á sl. vori 100 kr./m’ og má gera ráð fyrir 1,5—1,7 tonnum í m\ Frá Gufunesi eða Akranesi verða bændur hins vegar að kosta flutn- ing kalksins og sá kostnaður er að sjálfsögðu mismikill eftir því hvert er flutt. Ríkisframlag nemur 50% af kaupverði kalksins og flutnings- kostnaði umfam 50 km. Stundum er spurt hvers vegna skeljasandur- inn fáist ekki sekkjaður í Áburð- arverksmiðjunni. Svarið er ein- falt: Það rnyndi margfalda verðið. Á sama tíma og innihald pokans, 50 kg, kostar 3—4 kr. kostar pok- inn sjálfur 6 kr. og þar við bætist síðan kostnaður við sekkjunina. Búnaðarfélag Kjósarhrepps los- aði sig við Áburðarverksmiðjuna og Sementsverksmðjuna sem millilið og fékk haustið 1982 skip það er dælir sandinum á land fyrir verksmiðjurnar til að dæla einum skipsfarmi, sem er um 550 m', á land á hentugum stað í Kjósinni. Búnaðarfélagið tók síðan á leigu bíl og ámoksturtæki til að koma kalkinu til bænda í sveitinni. Á þennan hátt fengu bændur kalkið eins ódýrt og kostur var á. Sums staðar hagar svo til að skeljasandur er á fjörum, þar sem auðvelt er að komast að honum. Fjörusandur getur verið ágætur kalkgjafi, en hann er misgóður eftir því hversu hreinn hann er og hve grófur hann er. Skeljasandur hefur þann kost fram yfir áburðarkalkið að ekki er 960 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.