Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 33
Ritfregnir
Fra kjötsupu i gloöarsteikina.
Þrátt fyrir að meðalneysla á
kindakjöti á íslandi hafi verið og
sé með því mesta sem gerist í
heiminum, þá hefur matreiðsla á
því verið mjög einhæf alveg fra-
mundir þetta. Flestir sem komnir
eru yfir fertugt muna þá tíma, sem
dilkakjöt var oftast soðið í kjöt-
súpu og til hátíðarbrigða var höfð
smásteik eða þá hangikjöt.
Nú hafa tímar breyst og sífellt er
fólk að reyna nýja framandi rétti
úr kindakjöti.
Almenna bókafélagið hefur gef-
ið út bók um lambakjöt. Þar er að
finna mikinn fjölda matarupp-
skrifta. Sigrún Davíðsdóttir hefur
þýtt og staðfært bókina.
Vonandi verður þessi myndar-
lega útgáfa til þess að við höldum
sessi okkar sem heimsmethafar í
kindakjötsáti og njótum þess enn-
þá betur með því að hafa fjöl-
breytnina sem mesta í matreiðslu
á kindakjöti.
Ekki er þó alveg öruggt að allir
séu sammála því sem stendur í
bókinni, um meðferð á kjötinu.
Það er til fólk sem telur að fita á
lambakjöti sé hreinasta lostæti og
lætur sér ekki detta í hug að skera
hana burtu áður en kjötið er mat-
reitt.
Leiöréttingar
í greinum Páls Bergþórssonar í 20.
og 22. tölublöðum hafa slæðst inn
villur.
í töflu á bls. 834 í 20. tbl. eru
tvær villur. í fyrirsögn hennar eiga
að standa árin 1971—1980 en ekki
1977—1980. Neðst í þriðja dálki
sömu töflu á að standa: Meðaltal
6. maí, en ekki 2. maí.
í almennum leiðbeiningum í
inngangi bókarinnar er ráðlagt að
skera mestu fituna burt, því ann-
ars geti tólgarbragð síast inn í
kjötið.
Þeir sem vilja hafa tólgar-
bragðið láta auðvitað fituna fylgja
kjötinu, en þeir sem eru í megrun
eða fellur ekki vel við fitu fjar-
lægja hana af kjötinu áður en það
er matreitt. Það eru margir mögu-
leikar í matreiðslu á kindakjöti,
miklu fleiri en forfeðurnir höfðu
hugmynd um eða létu sig dreyma
um þegar þeir rifu í sig spikfeitar
sauðasíður.
U.Þ.L.
í myndatexta á bls. 911 í 22.
tbl., annarri línu, á að standa
1846—1900 en ekki 1946—1900.
Á bls. 913, 1. dálki frá vinstri,
annari línu að ofan á að standa: er
raunar 50% meira en talið er, en
ekki: er raunar 5% meira en talið
er.
Blaðið biðst velvirðingar á þess-
um villum.
í honum köfnunarefni. Það er því
óhætt að nota mikið af sandinum
án þess að eiga á hættu að ofbjóða
plöntunum með köfnunarefni.
Hins vegar er jafnmikil hætta á að
ofkalka með skeljasandi og áburð-
arkalki. Ég tel óráðlegt að nota
meira en 5—10 tonn af sandi á ha í
einu ofan á grasrót. Öðru máli
gegnir þegar sandinum er blandað
saman við jarðveginn um leið og
hann er herfaður eða tættur. Þá
má bera á meira í einu. í
óhreinsuðum skeljasandi eru
steinar, sem kunna að valda erfið-
leikum við dreifingu og síðari
vinnu á túni, en þeir hverfa ofan í
jarðveginn, ef sandurinn er herf-
aður niður. Ég hygg að hentugt sé
að nota áburðarkalk á tún en
skeljasand í flög.
III. Innflutt áburðarkalk.
Ég ætla ekki að fara mörgum
orðum um það. Innflutta kalkið er
fljótvirkara en hið innlenda vegna
þess hve miklu fíngerðara það er.
Það er mun dýrara en sandurinn
og hefur verið notað í garðyrkju,
en ástæðulaust tel ég vera að nota
það á tún.
Lokaorð.
Tilefni þessa greinarkorns er grein
eftir Guðmund P. Valgeirsson í
Bæ í Trékyllisvík, en hún birtist í
17. tbl. Freys 1983. Þar biður
Guðmundur mig um að benda sér
á leiðir til að fá kalk heim til sín.
Ég þykist hafa gert það hér að
framan. Ég skal í lokin draga það
saman í fáeinar setningar.
Áburðarkalk frá Áburðarverk-
smiðjunni hentar vel á tún. Það er
sú kalktegund, sem fyrirhafnar-
minnst er að verða sér úti um, auk
þess sem auðvelt er að dreifa því.
Skeljasandur, hvaðan sem hann
kemur, getur verið ódýrasta kalk-
ið, einkum þó ef bændur beita
samtakamætti sínum eins og þeir í
Kjósinni og kaupa heila skips-
farma af sandi í stað þess að vera
hver og einn að flytja kalkið á
vörubílum langar leiðir.
FREYR — 961