Freyr - 01.12.1983, Side 34
Bændaskólinn á Hólum
Frá skólaslitum taliðfrá vinstri: jón Bjarnason skólastjóri, Soffía Björgvinsdóttir, Porvarður Friðbjörnsson, Sesselja Tryggvadóttir,
Magnús H. Baldursson, Sveinn Orri Vignisson, Erna Bjarnadóttir, María Anna Clausen, Ólafur Ásmundsson, Bjarni Ragnarsson,
Pétur Sverrisson, Heimir Haraldsson, Haukur Sigurbjarnarson, Sigrún Harpa Baldursdóttir.
Bændaskólanum á Hólum var
slitið hinn 14. maí sl. Útskrifaðir
voru 12 búfræðingar. Hæstu ein-
kunn á búfræðiprófi hlaut María
Anna Clausen, 1. einkunn 8,2.
Fékk hún bókaverðlaun Búnaðar-
félags íslands.
Verðlaun fyrir besta námsár-
angur í einstökum valgreinum
fengu: fyrir fiskrækt Heimir Har-
aldsson frá Landssambandi veiði-
félaga, fyrir fiskeldi María Anna
Clausen frá Hólalax hf., fyrir
hrossarækt Haukur Sigurbjarnar-
son frá Hrossaræktarsambandi
Skagafjarðar og fyrir loðdýrarækt
Sigrún Harpa Baldursdóttir frá
Sambandi íslenskra loðdýrarækt-
enda.
Stéttarsamband bænda veitti
Soffíu Björgvinsdóttur verðlaun
fyrir besta námsárangur á bú-
stjórnarsviði. Fyrir besta árangur
á öðrum námssviðum veitti
Bændaskólinn eftirtöldum nem-
endum bókaverðlaun: Ólafi Ás-
mundssyni fyrir almenn fræði og
líffræði, Heimi Haraldssyni fyrir
jarðrækt, Soffíu Björgvinsdóttur
fyrir bútækni, Sigrúnu Hörpu
Baldursdóttur fyrir búfjárrækt og
Magnúsi H. Baldurssyni fyrir
verknám.
Bændaskólinn veitti einnig
viðurkenningu fyrir góða um-
gengni á heimavist þeim Sesselju
Tryggvadóttur, Magnúsi Bald-
urssyni og Heimi Haraldssyni.
Erna Bjarnadótir lauk búfræði-
prófi síðar á árinu með 1. ágætis-
einkunn 9,1. Hlaut hún bókaverð-
laun Bændaskólans fyrir ágætan
námsárangur.
Búfræðingar útskrifaðir frá Hólum 1983.
Bjarni Ragnarsson, Hofi, Hjaltadal, Skag.
Erna Bjarnadóttir, Stakkhamri, Miklaholtshreppi, Snæf.
Haukur Sigurbjarnarson, Nýhóli, Hólsfjöllum, N-Ping.
Hcimir Haraldsson, Háaleitisbraut 117, Reykjavík.
Magnús H. Baldvinsson, Garðsvík, Svalbarðsströnd, S-Þing.
María Auna Clauscn, Fögrubrekku 7, Kópavogi.
Ólafur Ásmundsson, Æsufelli 4, Reykjavík.
Pétur Sverrisson, Efra-Hálsi, Hjaltadal, Skag.
Sesselja Tryggvadóttir, Fellsseli, Köldukinn, S-Ping.
Sigrún Harpa Baldursdótttir, Bjarnanesi II, Nesjum, Hornafirði.
Soffía Björgvinsdóttir, Garði, Pistilfirði, N-Þing.
Sveinn Orri Vignisson, Ásmundarstöðum, Ásahreppi, Rang.
Porvarður Friðbjörnsson, Hraunbæ 52, Reykjavík.
962 — FREYR