Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1983, Side 35

Freyr - 01.12.1983, Side 35
Bréf til blaðsins Verðlagsmál búvöru. Eg hefi um alllanga hríð haft áhyggjur af verðlagsmálum bú- vöru. Undanfarna mánuði meira en áður. Ég fór að rifja upp í huganum árin 1957 og 1958. Þá var ég bústjóri á Skriðuklaustri. Þau tvö ár var ég fulltrúi Norður- Múlasýslu á aðalfundum Stéttar- sambands bænda. Þá fundi man ég enn vel. Fyrri fundurinn var í Hlégarði í Mosfellssveit. Ég bar sérstaklega fyrir brjósti hag sauðfjárbænda. Ég hafði búreikn- inga yfir reksturinn á Skriðu- klaustri. Hafði þá reiknað út framleiðslukostnað á dilkakjöti á Tilraunabúinu árið áður. Ég tek nú töiur eftir ntinni; framleiðslu- kostnaður á dilkakjötinu var rúm- ar 23 kr. á kg. En mig minnir að verð til bænda væri þá um 19 kr. á kg. Ég beitti mér í umræðum tals- vert og gaf upp framleiðslukostn- að dilkakjötsins á Skriðuklaustri. Sverrir í Hvammi var þá formaður og Einar í Lækjarhvammi í stjórn. Svöruðu þeir báðir all einarðlega, en ég varðist, sérstaklega með það í huga að niðurgreiðslur voru þá tiltölulega mun meiri á mjólk en kjöti. En því rifja ég þetta upp nú að mér eru rík í huga orðin sem Sverrir í Hvammi sagði við mig er hann svaraði: En hverjir eiga svo að kaupa þetta kjöt? Framleiðslu- kostnaður á Skriðuklaustri um það bil 4 kr. hærri á kg en verð til bænda. Ég sé ástæðu til að minna á þessi ummæli formanns Stéttar- sambands bænda þá. Þá var ekki tölvan komin. En er þessi sýn Sverris í Hvammi þá án gildis um þessar mundir? I mínum huga er hún æ og ævinlega rök, sem verða að vaka í huga forustumanna bænda. Jónas Pétursson, Fellabœ. Hefur Islandsmet verið slegið? Á félagsbúinu á Hríshóli í Saur- bæjarhreppi, Eyjafirði hafa lengi verið afburðagóðar mjólkurkýr. í fyrra var búið sem heild með fjórðu bestu útkomuna af öllum kúabúum landsins, meðalnytin var 5320 kg. Nú er beðið eftir því að kýrin Fía slái Islandsmetið. Síðustu 12 mánuði hefur hún mjólkað rétt innan við 10 tonn, eða 9700 kg. Fía bar nautkálfi 30. ágúst sl. en einum og hálfum mánuði áður var dagsnyt hennar rétt um 20 kg. Nú mjólkar Fía hvorki meira né minna en rúm 40 kg á dag. Skilar hún þyngd sinni í mjólk á 10 dögum. Fía fæddist árið 1976 og er dótt- ir Skúta 73010 sem er frægt naut og hafa dætur hans reynst góðar mjólkurkýr. Nautastöð Búnaðar- félags íslands hefur keypt Fíuson og á hann eflaust eftir að bæta íslenska kúastofninn verulega. Góð naut hafa áður komið fram á Hríshóli. Um þessar mundir er verið að sæða kýr í Svíþjóð með sæði úr Örvari 81031, en seldir voru 100 sæðisskammtar úr hon- um nú í haust. Örvar var fæddur á Hríshóli. Nythæsta kýrin á landinuu árið 1982 var Fluga nr. 16 í Lambhaga, Skilmannahreppi. Hún mjólkaði 7868 kg. Næst hæst var Æsa í Gautlöndum, Mývatnssveit, en Hann erað koma heim. Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, var fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn um það leyti sem eldsum- brot hófust við Kröflu. Hann varð fyrir því að sprunga myndaðst undir bílskúr við hliðina á íbúðar- húsi hans í jarðskjálftahrinu snemma á umbrotatímanum. hún mjólkaði 7663 kg með 4,16% feitri mjólk. Árið 1982 voru afurðir eftir reiknaða árskú á skýrslunt nautgriparæktarfélaganna meiri en nokkru sinni áður eða 3836 kg. mjólkur. U.Þ.l. Kona Björns er Ingunn Steins- dóttir, en hún er höfundur að ýmsum snjöllum og þekktum dæg- urlagatextum, m. a. textanum „Ég er glöð og ég er góð, Jón er kominn heim“. Fyrrnefnd sprunga varð Agli Jónassyni á Húsavík tilefni að eftirfarandi vísu: Opnast jörðin undir Birni, engin stoðar valdagirni, upp þar leggur eim. Loftið allt er læviþrungið, langt að neðan heyrist sungið: „Hann er að koma heim“. Altalad á kaffistofunni FREYR — 963

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.