Freyr - 01.12.1983, Page 36
Bændur eru traustir
og skemmtilegir viðskiptavinir
segir Júlíus Halldórsson, forstjóri Búvéla hf. í samtali við Frey
Pegar ég fór að litast um eftir góðum vélum til að selja tók ég fyrst eftir Fendt-
verksmiðjunum, sem eru þekktar í Þýskalandi fyrir vandaða framleiðslu, sagði Júlíus
Halldórsson forstjóri Búvéla hf, í samtali við Frey.
Júlíus Halldórsson.
Fendt-dráttarvélar eru í hópi
þriggja söluhæstu traktoranna í
Þýskalandi. Byggist það á því, að
þeir hafa bætt verksmiðjukost
sinn og nota nýjustu tækni til
fullnustu. í stað þess að framleiða
dráttarvélar fyrir ákveðið verð
hafa þeir lagt áherslu á góðar,
háþróaðar og liprar vélar sem þeir
álíta að henti markaðinum. Peir
hafa reynt að lækka tilkostnað
með hagkvæmum framleiðsluað-
ferðum. Samt eru Fendt-vélar
með þeim dýrari á markaðinum
vegna þess hve þær eru vandaðar.
Þessi stefna fyrirtækisins hefur þó
borið þann árangur að nú á þreng-
ingartímum hjá bændum hafa
þessar vélar skilað bestri arðsemi
og reynst hagkvæm fjárfesting
þegar miðað er við lengra
rekstrartímabil. Verkhæfni, þæg-
indi og vandaður búnaður kemur
þar að auki. Fendt-dráttarvélin
var hin söluhæsta í Þýskalandi á
fyrra helmingi þessa árs.
„Ég hef þá trú“, sagði Júlíus
Halldórsson, „að Fendt-vélin fái
góðar viðtökur hjá íslenskum
bændur, en þeir eru orðnir mjög
fróðir tæknilega“.
Fendt er fimmtugt fjölskyldu-
fyrirtæki með aðsetur í Bæjara-
landi í nágrenni við tæknirisana
Bosch, BMW, MAN og Mercedes-
Benz.
Fendt hefur sérhæft sig í drátt-
arvélasmíði, og þeir eru að því
leyti frábrugðnir öðrum dráttar-
vélaframleiðendum, sem flestir
eru með fjölþætta framleiðslu.
Hvaða fleiri véiar selur fyrirtæki
þitt?
Við seljum ýmsar aðrar land-
búnaðarvélar frá fyrirtækjum,
sem samkvæmt reynslu og áliti
bænda í nágrannalöndunum hafa
skorið sig úr, þ. á m. frá Lands-
berg og Bayerische Pflugfabrik.
Frá þeim koma plógar, hey-
hleðsluvagnar, jarðtætarar og
ámoksturstæki. Þá seljum við
einnig Himel heydreifikerfi með
tölvustýrðum dreifistút.
Við seljum Rauch dreifara fyrir
tilbúinn áburð. Þetta eru ending-
argóðir dreifarar úr ryðfríu stáli
sem ekki tærist. Þá erum við með
Hagedorn kartöfluupptökuvélar.
Þær eru þekktar fyrir að fara vel
með kartöflur við upptöku.
Búnaður fyrir ullarkanínurækt
Vegna sambanda við bændur hér,
var ég fenginn til að vera leiðsögu-
maður nokkurra bænda, sem
hugðust leggja fyrir sig ullar-
kanínurækt sem aukabúgrein.
Ferðuðumst við milli kanínurækt-
enda í Þýskalandi, þar sem kaup á
ullarkanínustofni voru ákveðin.
Fendt- dráttarvél með heyhleðsluvagn.
964 — FREYR