Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1984, Page 8

Freyr - 01.02.1984, Page 8
Sturla Friðriksson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sólarorka í íslenskum landbúnaði Eftirfarandi grein um orkuflœði frá sólarljósi um gróður og dýr til manns í íslensku lífríki eru bollaleggingar, sem voru settar fram á ráðstefnu, er haldin var í Reykjavík 7. apríl 1983 um orkunotkun og orkusparnað í landbúnaði. Hugmyndir þœr semfram koma byggjast að nokkru leyti á íslenskum og erlendum mœlingum en sumt á tilgátum, er nœgar upplýsingar hafa ekki verið fyrir hendi. Eru skýringarmyndir birtar sem drög að heildarmynd af orkuflœði og gerðar í mjög grófum dráttum. Vafalaust þarf að leiðrétta ýmsa þœtti þeirrar myndar sem hér er birt og fylla út í óvissa þœtti með raunhœfari tölum. Um þetta sama efni hefég áður fjallað í bók minni Lífog land, 1973, í ritinu Maður og umhverfi 1979 og í riti með framsöguerindum frá fyrrnefndri ráðstefnu 1983. Af allri þeirri orku, sem árlega streymir út frá okkar sól, fellur 10 000 milljónasti hluti að gufu- hvolfi jarðar eða um 13xl020 kílo- kaloríur (hitaeiningar). Aðeins um fimmti hluti þeirrar orku eða um 2,6xl020 kcal kemst að yfir- borði jarðar. Mesti hluti orkunnar endurkastast hins vegar frá gufu- hvolfi, eða er gleyptur og um- myndast í hita eða fer til uppguf- unar. (1. mynd). Árlegt orkumagn sem jörðinni hlotnast er mismikið eftir þvf hvar á hnöttinn geislarnir falla. Við miðbaug falla árlega um 2 milljónir kcal af orku á hvern fermetra lands. Hér á landi er árleg orka, sem fellur á hvern fermetra tæpar 800 000 kcal. Orkumagnið er einnig eðlilega mismikið eftir árstíma. Er dagleg meðalorka í Reykjavík í desem- bermánuði um 40 kcal á fermetra, þegar sólargangur er hvað stystur og sól lægst á lofti, en sumarmán- uðina maí, júní og júlí er sú orka, sem fellur á hvern fermetra, yfir 4 000 kcal á dag. Orkumagn það, sem skilar sér til jarðar, er nokkuð breytilegt eftir skýjahulu, og eru því bæði árlegar sveiflur í orku- magni og magnið einnig breytilegt eftir landssvæðum. Aðeins hluta af þessari orku geta grænar plönt- ur notað. Af yfirborði jarðar, sem er 510 milljón km2 er land um 148 milljón km2 en haf um 362 milljón km2. Er talið að árlega bindi allar Mynd 1. Sjá skýringar í texta. plöntur jarðar á láði og legi 5,2xl017 kcal og nýti þannig um 0,2% sólarorkunnar. Ekki fellur öll þessi orka á gróin svæði, en nýting sólarorku, sem raunveru- lega fellur á gróður jarðar, er um 1%. Orkunýting sjávarplantna er þar meðtalin, en hún er að jafnaði SÓLARORKA AÐ JÖRO 2^x|QZOl.cnl JÖRO 88 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.