Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1984, Page 13

Freyr - 01.02.1984, Page 13
Holmgeir Björnsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Er unnt að jafna árferðismun með breytilegri áburðargjöf? Pað er kunnara enfrá þurfi að segja, að mjöggetur brugðið til beggja vona með heyskap hér á landi, ýmist í einstökum landshlutum eða á landinu öllu. Veldur þessi árferðismunur auknum kostnaði við búskap, ekki aðeins vegna mikilla fóðurkaupa þegar illa árar, heldur er einnig kostnaðarsamt að safna fyrningum til að miðla fóðri milli ára, ogþví eru takmörk sett, hve mikið er unnt að jafna fóðurbirgðir með því móti. Samband heyfengs og hitastigs. Þeir Páll Bergþórsson og Sturla Friðriksson hafa leitt í ljós sam- band hitastigs og töðufalls eða heyfengs af túnum eins og hann er skráður í skýrslum. Páll hefur ítrekað kynnt niðurstöður sínar í Frey. Leggur hann einkum áherslu á samband töðufalls við vetrarhita og notar það sem grundvöll að sprettuspá. Niðurstöður Sturlu komu fram á hafísráðstefnu 1969 og í bókinni Hafísinn, sem kom út eftir ráð- stefnuna. Hann tók saman skýrsl- ur um töðufall í tveimur hreppum sunnanlands og öðrum tveimur norðanlands árin 1951—1968. Komst hann að þeirri athyglis- verðu niðurstöðu, að samband töðufalls við hitastig var því sem næst hið sama í sunnlensku og norðlensku hreppunum. Þegar munaði 1° C á ársmeðalhita tveggja ára (líklega október til september) reyndist mismunur á töðufalli nema um 10 hestburðum á hektara. Hins vegar var töðufall meira norðanlands en sunnan við sama ársmeðalhita. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Páls, sem birt- ust í Veðrinu 1966, er breyting töðufalls með meðalhita mánað- anna desember til september í Stykkishólmi 4,7 hkg á hektara eða aðeins um helmingur þess, sem Sturla fann. Gögnin sem þeir notuðu við útreikningana eru ekki að öllu leyti sambærileg, og heldur ekki aðferðirnar, svo að ekki er tilefni til að ræða þennan mismun á talnagildum, enda er aðalniður- staðan samhijóða. Líklegt má þó telja, að í gögnum þeim, sem Sturla notaði, hafi breytingar á árshita fallið saman við aðrar breytingar, sem hafa áhrif á heyfeng en ekki voru tök á að leiðrétta fyrir. Vetrarhiti og grasspretta. Áhrif árferðis á heyfeng eru marg- þætt. Fyrst og fremst er nauðsyn- legt að greina á milli grassprettu annars vegar og nýtingar heyja hins vegar. Nokkur bjartsýni ríkir um, að unnt verði að gera sjálfa heyverkunina lítið háða veðurfari, en öðru máli gegnir um gras- sprettuna, nema beita megi breytilegri áburðargjöf til þess. Ætlun manna hefur verið, að samband vetrarhita við heyfeng væri einkum vegna mismunandi grassprettu. I jarðræktartilraun- um hefur fundist samband milli vetrarhita og grassprettu. I grein 17. tbl. Freys 1975, skýrði ég frá 18 ára niðurstöðum á Skriðu- klaustri, þar sem grasspretta minnkaði um 6—7 hkg heys (85% þe.) á hektara fyrir hverja gráðu, sem meðalhitinn í desember til apríl lækkaði. Annað dæmi um niðurstöður úr tilraunum er á 1. mynd. Línuritið birtist áður í Árs- skýrslu Rannsóknastofnunar land- búnaðarins 1978 með svohljóð- andi umsögn: „Á línuriti (1. mynd) er sýnt sambandið milli grassprettu og vetrarhita í 40 ár í tilraun á Akur- eyri. Grassprettan fylgir greini- lega vetrarhitanum, sem skýrir þó aðeins 27% breytileikans. Einstök ár víkja allmikið frá línunni, t. d. 1964, þegar meðalhitinn í des.- aprfl var +2,2° C, en uppskeran aðeins 65,3 hkg hey/ha, og 1968, þegar meðalhitinn var —2,8° C og uppskeran 88,6 hkg/ha. Þegar grasspretta er skoðuð á einstökum túnspildum, koma til greina ýmis truflandi og tilviljunarkennd áhrif, sem ekki gætir á sama hátt annars staðar. Því má vænta þess, að betra samband finnist milli FREYR — 93

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.