Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 18

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 18
Eiríkur Helgason, varahlutafulltrúi Vetrargeymsla búvéla og varahlutapantanir Nú er að nálagt sá tími ársins að bœndur þurfa að fara að huga að varahlutapöntunum sínum fyrir næsta sumar. Allir þekkja hvað það getur verið bagalegt að vera að hefja vorannir eða heyskap og komast að því, að vélar eða tœki eru biluð og enga varahluti að fá. Reikna má með því að það taki einn til tvo mánuði að fá varahiuti erlendis frá, séu þeir ekki til í landinu þegar á þarf að halda, nema með því að fá varahlutina sérpantaða og þá með töluverðum aukakostnaði. Þó að um sérpant- anir sé um að ræða má reikna með hálfs mánaðar til þriggja vikna afgreiðslutíma. Með því að panta varahluti núna í ársbyrjun hjálpar það umboðunum að áætla vara- hlutaþörfina fyrir sumarið og losar menn við áhyggjur. Fyrir þá bændur sem eiga góðar vélageymslur er þetta góður tími til að dytta að vélum. Ég er þess fullviss að bændur hafa sjaldan hærra tímakaup en þegar þeir gera við vélar sínar sjálfir. Það byggist þó á því að þeir hafi þekkingu og aðstöðu til þess. Ef um meirihátt- ar viðgerðir er að ræða, svo sem ef um er að ræða mótorviðgerðir eða gírkassaviðgerðir, þá er þetta oft- ast sá tími sem gott er að komast inn á verkstæði. Ekki ættu menn þó að reyna að gera við olíuverk sjálfir, en þar þarf nákvæm stilli- tæki sem aðeins sérhæfð verkstæði hafa. Á þessu ári tekur gildi reglu- gerð um gerð og búnað dráttar- véla. í reglugerð þessari er komið víða við og gerðar kröfur um út- búnað sem núorðið er á flestum gerðum nýrri dráttarvéla. í bráða- birgðarákvæðum reglugerðarinn- ar eru teknar fyrir eldri dráttarvél- ar. Er þar helst á að minnast að þar er kveðið á um að allar drátt- arvélar skulu búnar öryggisgrind, einu og hálfu ári eftir að reglu- gerðin tekur gildi. Ekki ættu menn að þurfa að óttast reglugerð þessa, þar sem hún tryggir menn fyrir því, að fluttar séu inn dráttarvélar nema þær standist þær kröfur sem eru ákveðnar í reglugerðinni. I lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum er landbúnaðurinn gerður skoðunar- skyldur, gert er ráð fyrir að skoð- unarmenn komi heim á hvern bæ og skoði þar vélar og tæki sem undir Vinnueftirlit ríkisins heyra. Til ábendingar Þá ætla ég að nefna hér nokkur atriði sem menn ættu að hafa í huga. Góð regla er að skipta um smurolíu á 100—150 tíma fresti. Þá ættu menn einnig að hafa það að reglu að skipta um olíusíur á hverju vori áður en notkun drátt- arvélarinnar hefst. Drifsköft ætti alltaf að taka inn í hús að hausti eftir notkun véla. Þá er það góð regla að fylla alla smurkoppa eftir sumarnotkunina. Viðkvæma hluti eins og stýristjakka og tjakka á ámoksturstækjum er nauðsynlegt að verja vel með feiti, þannig að ekki sé hætta á að ryð falli á þá. Þá er það góð regla þegar vélum er lagt að hausti, og á ég þá bæði við dráttarvélar og önnur tæki á gúmmíhjólbörðum, að ganga úr skugga um að réttur loftþrýstingur sé í þeim. Þá er gott þegar gengið er frá vélum á haustin að setja spýtukubba undir hjólin, láta þau ekki standa á grasi né þar sem jarðvegur er blautur. Gott er að gangsetja dráttarvélar einu sinni í mánuði að vetrinum og þarf að velja til þess frostlausa daga. Best er að aka þeim smá spöl til þess að allir smurfletir fái hreyfingu. Sé ekki aðstaða til að gangsetja vél- arnar að vetri til, er best að taka rafgeyma úr vélunum og koma þeim fyrir á hlýjum og þurrum stað og hlaða þá alltaf öðru hvoru. Frostlögur á að vera á kælikerf- um dráttarvéla allt árið, hann ver kælikerfið ryði og varnar tæringu. Athuga þarf vel á haustin hvort slagi hefur myndast í gírkössum. Það er ekki óalgengt að slagvatnið frjósi og geta því gírkassar frost- sprungið. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bændur þurfa að hafa í huga í sambandi við vetrargeymslu véla. 1 sambandi við varahlutapantanir er nauðsynlegt að hafa varahluta- 98 — FHEYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.