Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1984, Síða 19

Freyr - 01.02.1984, Síða 19
Molar *• m’> •»!* Loðdýrog flugumferð Eitt það versta sem fyrir loðdýra- bændur kemur er að flugvélar fljúgi yfir bú þeirra á gottíma. Bæði refir og minkar eru viðkvæmir á þess- um tíma og mikil umferð eða hávaði getur valdið mjög miklu tjóni. Akjósanlegt er að sem minnst truflun verði á dýrunum á öllum árstímum, það er því mikils virði að flugmenn reyni eftir fremsta megni að forðast að fljúga yfir loðdýrabú og haldi sig sem lengst frá þeim. Oll loðdýrabú eiga að vera vel merkt þannig að flugmaður geti áttað sig á hvers konar staðir þetta eru. Merkið er hvítur þríhyrningur og inni í hringnum er stórt rautt „P“. Samkvæmt alþjóðlegum regl- um eru fyrirmæli um að þríhyrn- ingurinn skuli vera minnst einn metri á hlið, en Sigurjón Bláfeld, loðdýraráðunautur Búnaðarfélags Islands, er á því að þríhyrningur- inn verði aldrei of stór, því að aðalatriðið er að merkið sjáist vel úr lofti. Hann mælir því með að hafa þríhyrninginn allt að 3 metra á kant. Nú er að vona að allir flugmenn þekki merkið og að allir loðdýra- bændur hafi þegar málað á þök ioðdýrabúa sinna þríhyrninginn og péið. U.þ.l. Smjör&Ostur Hreysti og glaðlyndi úr nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börnin eggjahvítuefni (protein), vítamln og nauðsynleg steinefní, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir þeim A og D vítamín. A vítamín styrkir t. d. sjónina og D vitamin tennurnar. ( ■■■■■■■ :■:■:■:■■■/ Gefiö þeim smjör og ost í nestið. bók við hendina og taka fram númer bókarinnar blaðsíðunúmer og númer hlutarins á síðunni. Þessi atriði minnka hættuna á að fá rangan hlut afgreiddan. Að lokum vil ég minna bændur á þjónustu Búnaðarfélagsins í sambandi við varahlutaútvegun. Skrifið eða hringið. Heimilisfangið er: Varahlutaþjónusta Búnaðarfé- lags íslands, Bændahöllinni, 127 Reykjavík. Altalað á kaffistofunni_____________________________ Lítið kynnst hásetum Eins og þeim er ljóst sem lagt hafa það á sig að lesa bækur mínar, hefur það ávallt verið skemmtun mín og jafnvel ástríða að kynnast fólki. Það kalla ég að stunda nám í lífsins skóla. Mér hefur að vísu ekki gefist nema takmarkaður kostur þess, að blanda geði við háskólaborgara, háspekinga, né aðra þá sem kenndir eru við orðið há í daglegu tali. Úr bókinni „Fólk sem ekki má gleymast", bls. 179, eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. FREYR — 99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.