Freyr - 01.02.1984, Side 24
Styttan á Stiklastað af Ólafi konungi
helga. (Ljósm. Trausti Eyjólfsson).
rófur. Kýrnar mjólka að jafnaði
rúma 7 000 lítra á ári.
Um kvöldið var farið til Haug-
land í fylgd Jens Vestrheim vara-
formanns bændasamtakanna í
Sogn og Fjordane en hópurinn var
í boði þeirra í tvo daga. í Haug-
landi skoðuðum við 333 ára
gamalt hús sem nýbúið er að gera
upp í gömlum stií. Pað er í eigu
Rauða krossins sem rekur ýmiss
konar starfsemi á þessum slóðum.
Síðan var farið til þorpsins Dale
á „festival" en svo nefna Norð-
menn útisamkomu og komum við
ekki í náttstað í Mo fyrr en um
miðja nótt.
Næsta morgun hafði fjölgað í
hópnum hjá okkur, því að hjónin
Þórarinn Þorvaldsson og Anna
Kristín Elísdóttir á Þóroddsstöð-
um vori komin til að verða okkur
samferða til Óslóar. Þau komu frá
Haugasundi, þar sem aðalfundur
Norsku bændasamtakanna,
(Norges Bondelag), hafði verið
haldinn og voru þau fulltrúar ís-
lands þar.
Við skoðuðum Ósfoss í ánni
Gaula en þar er elsti laxastigi í
Noregi. Rétt fyrir neðan hann var
26 punda lax dreginn á land með-
an við stóðum þarna við.
Tekin var ferja frá Dale til
Eikenes en þar skammt frá stend-
ur minnisvarði um Ingólf Arnar-
son, á þeim stað sem hann ýtti úr
vör með öndvegissúlurnar
forðum.
Leiðsögumaður okkar þennan
dag var Turid Velaug Fauske en
hún kom til íslands fyrir tveimur
árum og langaði að greiða götu
hópsins þegar hún frétti af komu
okkar.
Stansað var við sveitabæ að
nafni Osen á leiðinni ti baka. Þar
skoðuðum við nýtt fjós hjá þeim
hjónum, Unn Karin og Ólav Jo-
hann Mo og vakti rörmjaltakerfið
óskipta athygli en það var undir
básunum. Þannig má losna við
það álag sem verður við að lyfta
mjólkinni upp og einnig er
auðveldara að koma fóðurbögg-
um og dráttarvélum um fjósið, þar
sem rörin hindra ekki umferð.
Eftir síðari nóttina í Mo var
haldið til Balestrand en þar hafði
Þórarinn verið í skóla á sínum
yngri árum og þekkti hann því
ýmsa staði þarna í grennd. Þá var
ekið til Sogndalsfjöra og síðan
áfram til Amla en þaðan var farið
með ferju til Refsnes. Svo var
haldið eftir Lærdal og stansað þar
tvívegis, til að skoða foss og
kirkju. Kirkjan er í Borgund og er
frá árinu 1138 og var það mikil
upplifun að koma í slíkt guðshús.
Um kvöldið komum við til Gol
og var tjaldað þar á fyrsta flokks
tjaldsvæði. Þar var matsölustaður,
verslun og fullkomin snyrtiað-
staða með heitum nuddpotti svo
að eitthvað sé nefnt.
Morguninn eftir var lagt af stað
í glampandi sólskini og voru marg-
ir berir niður að beltisstað. Áð var
í þorpinu Nesbyen en þar er safn
af gömlum húsum í sinni upphaf-
legu mynd. Næsti viðkomustaður
var Drammen en þar ókum við
upp á Spiraltoppen eftir óvenju-
legri leið. Það liggja nefnilega
jarðgöng í sjö hringjum upp í
gegnum Bragernesásen sem gerð
voru þegar fyllingarefni vantaði
við hafnargerð í bænum. Þarna
upp var mjög gott veður og var
hópurinn því eins léttklæddur og
velsæmi frekast leyfði.
Næst var farið til garðyrkju-
skólans í Jensvoll og staðurinn þar
stoðaður undir leiðsögn Magnars
Ulvesteins og Áslaugar Trausta-
dóttur (dóttur fararstjórans), sem
þarna var við nám. Gengið var um
gróðurhús og útigarða og einnig
skoðaðar ýmsar vélar til garðyrkju
sem flestar voru nýjar og mjög
fullkomnar.
Þegar kvölda tók brá hópurinn
sér í bæinn með strætisvagni og
var sér það örugglega einstæð
upplifun fyrir vagnstjórann að aka
40 íslendingum í einni og sömu
ferðinni.
í Jensvoll er, auk almennrar
garðyrkju, kennd skrúðgarðyrkja
og er þetta eini skólinn í Noregi
sem býður upp á slíkt nám.
Kennslan felst einkum í skipulagn-
ingu garða, útliti þeirra og hvernig
taka skuli tillit til veðurs, snjóa-
laga og fleira.
Frá Jensvoll héldum við
snemma morguns og nú slóst Ás-
laug í för með okkur og fylgdi hún
hópnum það sem eftir var ferðar-
innar. Haldið var beina leið til
Osló og var byrjað á að skoða
Bygdöy en þar eru ýmiss konar
söfn, auk þess sem búgarð kon-
ungsins, Skaugum, er þar að
finna. Sveitasetur hans stendur
líka þarna á landareigninni og
mátti sjá vopnaða verði gæta hlið-
anna á landamerkjagirðingunni.
Við litum fyrst inn í Víkinga-
safnið, þar sem gömul skip eru
geymd til minningar um hina
fornu kappa, næst í Kon-Tiki-
safnið sem geymir tvö skip Thors
Heyerdahls en hann sigldi m. a.
reyrpramma vítt um heimsins höf
og að endingu var farið í Fram-
safnið. Þar inni er skip sem Frið-
þjófur Nansen lét smíða til að sigla
til Norður-íshafsins og ber það
þess augljós merki, því að bæði er
það stórt og rammgert.
Að þessu loknu fórum við í
Vigelandsgarðinn sem er í mið-
borg Osló. í honum eru fjölmarg-
104 — FREYR