Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 28

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 28
Einar Hannesson Veiðimálastofnun Veiðimál í landnámi Ingólfs í yfirliti þessu er fjallað um veiðimál í Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Reykjavík. Svipuð úttekt um aðra landshluta nema Norðurland eystra, hefur áður verið gerð af greinarhöfundi og birt í Frey. Mestur hluti landsvæðisins sem nú eru gerð skil er á Reykjanesskaga, eins og kunnugt er, og er aðeins um 1,8% af flatarmáli landsins. Syðri mörk svæðisins eru sýslu- mörk Gullbringusýslu og Árnes- sýslu við sjó hjá svonefndri Selja- bót, sem er skammt vestur af Herdísarvík í Selvogi. Nyrðri mörk- in eru hins vegar við Múlafjall við botn Hvalfjarðar. Merkjalína um svæðið inn til landsins liggur nær öll að Árnessýslu, en hitt að Borg- arfjarðarsýslu, upp frá Hvalfjarð- arbotni í Botnssúlur. Meginstefna línunnar þaðan er í suðvestur og til sjávar hjá Seljabót, sem fyrr var getið um. Straumvötn eru tiltölulega fá miðað við sjávarstrandlengju svæðisins. Ástæðan er augljós þar sem eru víðáttumiklir hraunflákar Reykjanesskagans og láglendi Suðurnesja. Hins vegar er staðan hvað varðar stöðuvötn og tjarnir á svæðinu mun betri, þó að vötnin teljist yfirleitt til smærri stöðu- vatna landsins nema Kleifarvatn, sem er 9,1 km2 og er 14. í röð stærstu vatna á landinu. Laxveiðiárnar. Laxveiðiárnar eru sex og allar í Reykjavík og Kjósarsýslu, en þær eru: Laxá í Kjós ásamt Bugðu, sem er með 211 km2 aðrennslis- svæði, Elliðaár, 280 km2, Leirvogsá með 85 km2, Úlfarsá (Korpúlfsstaðaá) með 54 km2, Brynjudalsá, 42 km2 aðrennslis- svæði og Bleikdalsá (Ártúnsá). Vatnasvið þessara straumvatna er því um 700 km2 og er það 0,7% af vatnasvæði alls landsins. Árnar eiga allar nema ein upptök í stöðu- vatni. Auk þessara áa eru nokkur smærri vatnsföll, sem silungur er í, eins og Grafarholtslækur, Vífils- staðalækur, Hafnarfjarðarlækur, Kiðafellsá og Skorá í Kjós. Einnig má nefna Fossá í Hvalfirði, sem er reyndar ófiskgeng vegna foss í ánni niður við sjó. Silungsvötnin. Helstu silungsvötnin eru Meðal- fellsvatn í Kjós (2,0 km2), Elliða- vatn (1,8 km2), Kleifarvatn, Djúpavatn, Hafravatn, Leirvogs- vatn, Selvatn, Vífilsstaðavatn, en auk þess má nefna stöðuvötnin Sandvatn og Myrkavatn. Þá er Eldistjarnir í Kollafirði, teknar í notkun árið 1980. Sigurður Pórðarson stöðvarstjóri er á myndinni. (Ljósm.: Einar Hannesson). 108 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.