Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1984, Page 30

Freyr - 01.02.1984, Page 30
Við Hafravatn í Mosfellssveit. Fjcer sést í jarðstöðina Skyggni. (Ljósm.: Einar Hannesson). Stífla ásaml fiskvegi sem gerð var í Úlfarsá vegna vatnstöku Áburðarverksmiðju ríkisins. Slíflan er skammt fyrir ofan Korpúlfsstaðabceinn. (Ljósm.: Einar Hann- esson). rækslu veiðieftirlits og fleiru svo sem eyðingu veiðivargs og flutn- ingi á laxi upp fyrir hindranir. Mikill fjöldi lax- og silungsseiða hefur verið settur í ár og stöðu- vötn og tjarnir við sumarhús. Þannig hafa laxaseiði, smærri seiði og gönguseiði verið sett í flestar árnar reglubundið um árabil og silungsseiði í ýmis vötn. Ennfrem- ur hefur stærri silungi verið sleppt í fisklaus vötn, eins og Kleifarvatn var talið vera á sínum tíma, og Rauðavatn, og í efri hluta Elliða- ársvæðisins voru látnir hundruð urriða svo hægt væri að veiða þá á stöng á svæðinu. Svipað var gert fyrir áratugum þegar silungur frá eldisstöð í Hafnarfirði var fluttur í Seltjörn í Njarðvíkum svo hægt væri að láta veiða hann á stöng. Fiskvegir. Fiskvegir hafa verið byggðir í Ell- iðaár, Úlfarsá, Laxá í Kjós, Leirvogsá og Brynjudalsá. Þá var vatnamiðlunarstífla reist í út- rennsli Úlfarsár úr Hafravatni á sínum tíma og slíku mannvirki var einnig komið fyrir í útrennsli Leirvogsár úr samnefndu vatni. Sömuleiðis var byggð stífla í út- rennsli Elliðaánna vegna raforku- virkjunar ánna. Nokkuð hefur verið um lagfær- ingar árfarvega í ýmsum ám og gerðir hyljir í þær, eins og í Bugðu á vatnasvæði Laxár í Kjós. Klak og fiskeldi. Klak og eldi á laxi og silungi hér á landi hefur seinustu áratugi verið hlutfallslega mest á landinu í Reykjavík og í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þetta má rekja m. a. til laxaklaks við Elliðaár um ára- tuga skeið og náttúrugæða svæðis- ins, sem felast í gnægð af lindar- vatni og heitu vatni úr iðrum jarð- ar, auk hins heita jarðsjávar á Reykjanesi. Fyrsta laxaklak hér á landi var að Reynivöllum í Kjós árið 1884. Elsta samfellda laxaklakið hér- lendis er hjá Klak- og eldisstöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár, en það var sett á laggirn- ar fyrir 50 árum eða skömmu eftir að árnar voru virkjaðar til raf- orkuframleiðslu Eldi sumaralinna laxaseiða hófst í stöðinni 1953 og eldi gönguseiða af laxi síðar. Arið 1951 hófst fiskeldisþáttur með dönsku sniði, ef svo má að orði komast, þegar fiskeldisstöðin á Laxalóni hóf eldi á regnbogasil- ungi til slátrunar og sölu á er- lendum markaði. Síðar hófst þar eldi á laxi og silungi til fiskræktar. Þegar Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði kom til sögunnar 1961, komst verulegur skriður á laxeld- ið. Þá hófst fóðrun laxaseiða allt upp í göngustærð og hafist var halda um ýmsar nýjungar í laxeldi og hafbeit. Eldisstöðin að Keldum hóf starf síðari hluta sjöunda ára- tugarins, en sú stöð er nú í eigu Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræðum að Keldum. Síðustu sjö ár hafa tekið til starfa nokkrar eldisstöðvar; Fiskeldisstöð Eldis hf. að Húsatóftum í Grindavík, sem elur upp lax til slátrunar og 110 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.