Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1984, Síða 34

Freyr - 01.02.1984, Síða 34
Bréf til blaðsins Fóðrun á Tilraunabúinu á Hesti. Ágæta blað. Tilefni þess að ég sting niður penna er grein í maíblaði Freys 1983. Þar er greint frá fjárræktar- búinu á Hesti. Mér finnst eftir lestur þeirra skrifa að þar sé fóðri ausið í tonnatali út í loftið. Ég fullyrði að margir bændur hafa náð sömu afurðum eða meiri með því að gefa aðeins 10 kg af fóð- urbæti á kind. Einnig hafa bændur slæma reynslu og lítinn arð af því að „ala“ geldfé og hrúta. Ég vil spyrja höfunda greinar- innar hvort hún sé í og með fóð- urleiðbeining til bænda. Með fyrirfram þökk, vinsemd og virðingu. Sigurður Baldursson, Lundarbrekku, Suður Pingeyjarsýslu. Svar til Sigurðar Baldurssonar. Pað er alltaf ánægjulegt að verða þess var að bændur fylgist með því, sem birtist frá tilraunastarf- seminni og lesi það með gagn- rýnum huga. Grein sú sem Sigurð- ur vitnar til er árleg skýrsla um búrekstur á Fjárræktarbúinu á Hesti, þ. e. fóðrun alls fjárins, þrif þess og afurðir, án þess að sérstaklega sé greint frá fóðrun og afurðum í einstökum tilraunum sem framkvæmdar eru. Því ber ekki að líta á fóðurskýrsluna sem leiðbeiningu til bænda þar sem hún er meðaltal úr mismunandi fóðrunartilraunum. Starfsemi Hestbúsins skiptist í tvo megin- þætti, afkvæmarannsóknir og fóðrunartilraunir, og er u. þ. b. helmingur ánna notaðar á hvoru sviði fyrir sig. Fóðrunartilraunir undanfarinna ára hafa einkum beinzt að því að kanna áhrif mis- munandi kjarnfóðurnotkunar á afurðasemi fjárins. Veigamikill liður þeirra rannsókna hefur verið samanburður á graskögglum og fóðurblöndu og hefur þetta aukið verulega notkun þessara fóð- urefna á búinu umfram það sem ella væri. Ennfremur skal á það bent, að heygæði á Suðvesturlandi eru að jafnaði talsvert lakari en í innsveitum Þingeyjarsýslu, þar sem Sigurður mun kunnugastur. T. d. þurfti á Hesti að meðaltali 2.27 kg af töðu í hverja fóðurein- ingu veturinn 1981—1982, sem er u. þ. b. fjórðungi lakara en þá var í Bárðardal skv. upplýsingum frá Ræktunarfélagi Norðurlands. Með lélegri töðu getur reynzt erf- itt að fullnægja fóðurþörfum, án þess að til komi kjarnfóður. Hins vegar erum við sammála Sigurði um nauðsyn þess að gæta hófs í kjarnfóðurgjöf en leggja í staðinn höfuðáherslu á aukna og bætta heyverkun. Niðurstöður fóðurtil- rauna á Hesti benda eindregið til, að kjarnfóðurgjöf um fengitíma sé með öllu óþörf séu heygæði í með- allagi (2.0 kg/FE) eða betri. Aftur á móti hefur okkur enn ekki tekist að fóðra ær til fullra afurða án kjarnfóðurgjafar á síðasta hluta meðgöngutímans og eftir burð. Hitt er svo alltaf álitamál, hvað borgar sig í þessum efnum, og veltur það einkum á verðhlutfalli kjarnfóðurs og afurðanna á hverj- um tíma. Varðandi fóðrun geldfjár og hrúta, sem Sigurður gefur í skyn, að sé óþarflega rausnarlegt á Hesti, skal eftirfarandi tekið fram. Hleypt er til allra gimbra á búinu og þær fóðraðar saman fram til 1. maí, sem þær væru allar með lambi. Eftir það eru geldir geml- ingar fóðraðir sér og ekki gefið kjarnfóður. Hins vegar höfum við ekki haft þann hátt á að sleppa þeim á úthaga fyrr en nægur gróður er kominn. Um fóðrun hrúta er það að segja, að það hefur verið stefna Hestbúsins að ala lambhrúta sem best, þannig að eðli þeirra fái notið sín, þar sem vitað er, að vannæring hefur veru- leg og jafnvel varanleg áhrif á útlitsgerfi þeirra. Þetta hefur þó ekki alltaf tekist sem skyldi, og hafa gestir úr bændastétt oftar en einu sinni haft orð á því, að hrút- arnir mættu vera betur fóðraðir. Að síðustu vonum við, að þess- ar línur séu fullnægjandi svar við fyrirspurn Sigurðar og óskum honum og öðrum bændum gleði- legs árs. Keldnaholti, 3. janúar 1983. Stefán Sch. Thorsteinsson. Sigurgeir Porgeirsson. Halldór Pálsson. Búfræðikandidatar Vinsamlega útfyllið spurningaeyðublöð vegna endurútgáfu á búfræðikandidatatali og sendið þau undirrituðum. Guðmundur Jónsson Álfheimum 44 104 Reykjavík. 114 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.