Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 13

Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 13
Gísli Pálsson, bóndi og búnaðarþingsfulltrúi. framleiðsluna, en hann er til þess að gera aðgerðalítill. Ég held að við verðum að setja miklu harðari kvóta á þessar hefðbundnu bú- greinar og þá í tengslum við það sem jarðirnar bera. Það var ætlun okkar í upphafi að vera bara með blárefi og minka en atvikin höguðu því þannig að við tókum að okkur silfurrefina, sem var nú raunar af því að það vildi enginn annar gera það. Við sjáum ekkert eftir því, þetta er heillandi viðfangsefni. Jón sér al- gerlega um fóðrun og hirðingu. Hins vegar hef ég séð meira um fjármál og erindrekstur út á við.“ Fjárhúsum breytt í refaskála Mig langar að spyrja þig um fjár- húsin. Þið notið nýleg fjárhús fyrir refaskála. Viltu segja mér frá þessum fjárhúsum? „Já. Ég byggði þau árið 1964, árið sem við hættum mjólkurfram- leiðslu. Þá var ekki farið að vél- binda hey. Húsin voru byggð þannig, að heyið var í miðjunni og kindur til beggja hliða og lágu við opið. Og konan hirti á þessum húsum.“ Hvað var margt í þeim? „Það voru hundrað og tíu til hundrað og þrjátíu. Féð gat ekki étið allt í einu, en það skipti ekki svo miklu máli. Þessi hús reyndust mjög vel, það var mikil frjósemi í fénu og mjög fljótlegt að gefa. Byggingarkostnaður miðað við umfang langtum minni en á hefð- bundnum fjárhúsum.“ Var fyrirkomulag í húsunum þín hugmynd? „Já, það má segja það. Ég fór til Þóris Baldvinssonar með þessa hugmynd og riss af húsunum og bað hann að teikna þau. Hann skrifaði bara upp á og taldi gott að prófa að fara þessa leið. Ég fékk alla fyrirgreiðslu sem ég þurfti út á það.“ Víkjum aftur að loðdýrarækt- inni. Hvað telur þú að mætti betur fara í þeim málum? „Mér hefur fundist skorta skiln- ing valdhafa á uppbyggingu loð- dýraræktar hér á landi. Það hefur vantað meiri stuðning. Fram að þessum tíma höfum við fengið stuðning við að reisa fjárhús. Fjár- húskjallarar hafa verið styrktir verulega, einnig framkvæmdir vegna mjólkurframleiðslu þrátt fyrir offramleiðslu. Það er verið að hvetja menn til að fara í loð- dýrarækt, en það hefur enginn fjárhagsstuðningur verið til loð- dýrabænda annar en lán. Loð- dýrahús eru hinsvegar dýr í bygg- ingu vegna þess hve grunnflötur- inn er stór. Ég fagna því að núna loksins er farið að styrkja þetta með breyt- ingu á jarðræktarlögum. Nú eru ný loðdýrarhús styrkt með allt að 30% af byggingarkostnaði. Auk þess er felldur niður söluskattur af efni vegna eldri bygginga. Ég tel að það eigi einnig að styrkja þá sem vilja breyta eldri byggingum og verða að fækka fé.“ Bændur verði styrktir til að breyta útihusum í loðdýrahús. „Ég tel eðlilegt að þeir bændur sem taka fjárhús eða fjós eða aðrar byggingar og breyta þeim í loðdýrahús fái nokkurt framlag til þess, því í fyrsta lagi kostar það nokkuð niikið að steypa ný gólf og svo þarf að setja loftræstikerfi í þessi hús, auk þess þarf að setja glært plast í þök út af birtuskilyrð- um sem þurfa að vera. í öðru lagi Freyr 293

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.